Leita í fréttum mbl.is

Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda

Myntbandalagið gagnslaust og hinn "innri markaður" aðeins kenning á blaði

Joao M C Santos Silva prófessor í hagfræði
Samkvæmt frétt netútgáfu fréttablaðs háskólans í Bergen, Forskning Norge, sem fjallar um rannsóknir í Noregi og á alþjóðavettvangi, hafa viðskipti á milli evrulanda ekki aukist neitt umfram það sem gerst hefur hjá öðrum löndum heimsins frá því sameiginlegur myntvafningur myntbandalagsins, evra, kom í umferð fyrir 11 árum. Forskning Norge vitnar í rannsókn hagfræðinganna Joao M. C. Santos Silva við University of Essex og Silvana Tenreyro við London School of Economics (ég hef ekki lesið skýrsluna ennþá)

Silvana Tenreyro hagfræðingur
Auknum viðskiptum á milli evrulanda var lofað þegar myntvafningnum evru var komið á fót. Eins átti evran að vera vopn í alþjóðasamkeppninni og þá sérstaklega við Bandaríkin og Asíu. En samkvæmt rannsókninni hefur aukning í viðskiptum á milli evrulanda ekki verið meiri en aukningin var á milli annarra landa heimsins á sama tímabili (aukin hnattvæðing almennt). Verslun og viðskipti á milli evrulanda hefur ekki aukist meira en viðskiptin á milli evrulanda, EES-landa og ESB-landa sem nota ekki evru sem gjaldmiðil.

Rannsóknin tekur til hóps OECD-landa og leggur til grundvallar, EES-lönd (athugið, Ísland er í EES) sem eru ekki með evru, ESB-lönd án evru og svo sjálfra evrulandanna. EES-lönd sem hafa ekki tekið upp evru hafa aukið viðskiptin við evrulönd og ESB-lönd án evru jafn mikið og evrulöndin hafa upplifað sín á milli, segir Joao M. C. Santos Silva prófessor.

Forskning.no bendir einnig á hina frægu rósarskýrslu eftir hagfræðinginn Andrew K. Rose sem sagði að verslun og viðskipti á milli evrulanda myndi þrefaldast þegar löndin fengju sameiginlega mynt. En raunveruleikinn, samkvæmt þessari og fleiri rannsóknum, er sem sagt núll, hvað varðar verslun og viðskipti.

Jan Tore Klovland prófessor við verslunarháskóla Noregs segir að evran sé meira pólitískt verkfæri en efnahagslegt verkfæri. Um efnahagslega ávinninga séu fáir sammála segir hann. Steinar Holden prófessor við Óslóarháskóla segir að  erfitt sé að sanna neitt í þessum efnum. Hann álítur að viss ávinningur og samhæfing hafi náðst á fjármálasviðinu
 
[já, t.d. opnað á möguleika á sameiginlegu gjaldþroti evruríkja sem nú hugsanlega stendur fyrir dyrum. Eftir að internetið kom með verðsamanburðarvélar handa öllum þá er sameiginleg mynt orðin nánast fornaldargripur, afsakið. Það þurfti t.d. ekki sameiginlega mynt til að erlendir ferðmenn uppgötvuðu verðfall á Íslandi]
 
En í núverandi kreppu, segir Steinar, að það sé augljóst að þau lönd sem hafa sjálfstæða mynt hafi notið mikils góðs af þeim sveigjanleika sem því fylgir; Forskning Norge
 
Sama sagan í Danmörku? Hinn innri markaður ESB, engin áhrif

Skuffende effekt af EUs indre marked på eksporten
Síðasta haust kom einnig út dönsk rannsókn sem sýndi að vera Danmerkur í hinum svo kallaða innri markaði ESB og í ERM hefur ekki leitt til neinnar aukningar í utanríkisviðskiptum Danmerkur við evrulönd né ESB lönd. Tilgangur rannsóknarinnar var ekki að sanna né afsanna neitt í þessum efnum, en lesa mátti þetta út úr skýrslu þjóðhagfræðistofnunar viðskiptadeildar Árósarháskóla, sem kom út í júní 2009. Þar kom í ljós að eftir að Danmörk gerðist aðili að hinum svo kallaða innri markaði ESB hefur útflutningsfyrirtækjum fækkað. Það hefði ekki skipt neinu máli fyrir Danmörku að standa utan við þennan innri markað ESB, skrifaði rannsóknarvefurinn "Videnskab DK" í þessu tilefni; Videnskab
 
20% raunvextir á útlánum á Írlandi (lögleiddir okurvextir?)

Samkvæmt vef Money Guide Ireland eru vextir á yfirdráttarheimildum á venjulegum bankareikningum á Írlandi um það bil 14-15%. Sé bætt við þeirri 4-6% neikvæðu verðbólgu sem ríkir á Írlandi núna, eru raunvextir á svona lánum um og yfir 20%. Ofaní þetta kemur í mörgum tilfellum 25 evru gjaldtaka. Mynt Írlands er evra; MGI
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarna skaustu stoðirnar undan röksemdafærslu Samtaka iðnaðarins fyrir inngöngu í ESB.

Ragnhildur Kolka, 21.3.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það vara afskaplega gaman að heyra í Jóni Daníelssyni í Silfrinu í gær. Ekki aðeins tók hann undir orð kanadamannsins Alex Jurshevski um að AGS lánin væru óþörf, heldur staðfesti þinn boðskap Gunnar um ágæti krónunnar. Jón hefur reyndar áður viljað meina að okkar lausnir væru að finna í Evrunni, en virðist nú sjá ágæti sjálfstæðs gjaldmiðils.
Það er voðalega gaman að fylgjast með umræðunni þegar sannleikurinn fær svigrúm til að fljóta upp á yfirborðið

Haraldur Baldursson, 22.3.2010 kl. 08:41

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið.

Eins og málin standa núna er verið að útbúa andlátstilkynningu evrunnar. Þetta er að gerast beint fyrir framan augun á okkur. Þetta mun taka smá tíma, nokkur ár, en ljóst er að evran gagnast engum, passar engum, og virkar ekki fyrir neinn. Afleiðingarnar fyrir Evrópu (á meðan á andlátinu stendur) verða skuggalegar, þ.e. economic depression.

Það er gaman að heyra að hagfræðingur Daníelsson sér hlutina í réttu ljósi. Það er bara stórfínt. Samörk Iðnaðarins hafa ekki svona mann. 

Fyrst hrundu Sovétríkin ofan á Finnland - og nú er evran hrunin ofan á þá líka. Ég finn til með vinum okkar í Finnlandi sem nú glíma við mesta efnahagslega samdrátt landsins síðan 1918.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2010 kl. 14:58

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

 Það er gríðarlega gaman að skoða hlutina í samhengi.
1. Egill Fær Alex Jurshevski í heimsókn :
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472556/2010/03/14/3/

2. Allir stjórnarliðar ráðast á persónu Alex, og sleppa síðan að mæta á fund með honum :
http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/entry/1031722/

3. Jón Daníelsson kemur í Silfrið og styður í grundvallaratriðum það sem sagt var vikunni áður
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472557/2010/03/21/3/

4. Verður þá nú ráðist á persónu Jóns Daníelssonar ? Hvað gerir spunaverksmiðjan nú ?

Haraldur Baldursson, 22.3.2010 kl. 16:26

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég held því fram að eldgosið sé Íslandið okkar að æla yfir ríkisstjórnina. Það er náttúrlega erfitt fyrir mig að sanna þetta. En ég skora á menn að reyna að afsanna þessa staðhæfingu mína.

Er það ekki svona sem spunavélin virkar Haraldur? Hún virkar sem fílter á milli kjósenda og stjórnmálamanna. Eitur fyrir lýðræðið. 

Danir hafa komist að þessari niðurstöðu hjá sér og ætla að fara reyna að gera eitthvað í því að uppræta þetta illgresi.  

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2010 kl. 18:53

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar eru aðalhöfundar EUstofnannastýriskerfisins sem byrjaði að koma fram í Milliríkja samningum frá 1957. Með Lissabon samningnum var heildarverkið staðfest. Þótt alltaf hafi verið tekið fram að Samningarnir byggðust á sameiginlegri Menningararfleið [stofnaríkisins]. Innrimarkaðir eru allir í einni samkeppni innbyrðis, og EU er skilgreint sem einn markaður út á við. Þess vegna er þetta einokunarbandalag í sjálfum sér.

Stefna er að koma öllu fjármálavaldinu undir Seðlabanka EU [Seðlabankakerfi Meðlim-Ríkjanna þar undir] og Bankans fjárfestinga þar sem Þjóðverjar eru gulltryggðir með hæfan meirihluta til að stjórn bak við tjöldin í skjóli Brussel og Lúxemborgar. Lissabon tryggir UKskjóta aðgang þegar þeir hætta að reiða sig á sinni eigin gamla fjáröflunar markað. 

Tekjum að fjármálkerfinu svo evru sölu á innri gengjum Meðlima [Pestar og Frankar eru ennþá skráðir t.d. þótt skipt sé á þeim fyrir evrur til að markaðasetja]er svo skipt eftir vegnu meðaltali, á innri raun virðisauka, þjóðartekjum Meðlimanna það er framlagi þeirra til miðstýringarinnar á 5 ára fresti.

Þar slá hinirþýsku hugsandi öllum öðrum öðrum við enda búa þeir við aðgang að öguðu innrætingarkerfi  grunnmennta forréttinda stétta EU. Skólaþrældómurr frá 5 ára til 18 ára borgar sig þegar um þá sem eru yfirmeðalgreind er að ræða. Þetta vita líka kommarnir í Rússlandi og byrjuð snemma að skilja kjarna frá hisminu.

Hinsvegar gerði tölvan það að verkum að litla greind þarf til gegna kalli forrita svo  sem exel. Skapaði þetta strax störf fyrir vaxandi atvinnuleysi sem átti að aukast með til komu hennar.

Það eru kjánar sem halda að hefðbundinn skólaþrældómskerfi sé gert til að pína nemendur. Það er gert til að tryggja samkeppni í stjórnun og yfirráðum á alþjóða mælakvarða. Norðurlöndin og Ísland geta haldið öðru fram, en þroskuðu þjóðarinnar standa fyrir sínu ennþá í dag. 

EUátti ekki að tryggja aukinn viðskipti í evrum aðallega, heldur hvað varðar magn og framleiðslu: alvandamálið hefur alltaf verið að fela atvinnuleysi stórborga meginlandsins. Þeir sem læra ekki hefðbundna sögu skilja ekki hugtakið sameinileg menningararfleið, léleg alþýðu menntunarkerfi tryggja þá vanþekkingu.

Til var settur fram grunnur um sameiginlegt dreifingarkerfi milli stórborga, lámarksverð á tilteknum hráefnum, grunnvinnslu þeirra og orku. Í framhaldi kvótaskipt sérhæfing milli Meðlima-Ríkja.

Öll Meðlima-Ríki geta því lækkað framfærslu kostnað sinna þegna í framhaldi og bæði skapað tekjur til uppbyggingar eigin stofnanna kerfis og þess sameiginlega Miðstýringarinnar. Í Lissbon kemur skýrt fram að EU stefnir á ekki minni mannafla í hernað en USA til að tryggja Meðlima-Ríkjum í réttu hlutfallið aðgang að mörkuðum utan EU.  Þau Meðlima-Ríkjandi sem vilja afsala sér endurgreiðslu úr sameiginlegum hernaðarsjóðum EU er frjáls um það, og leys sitt atvinnuleysi því á eigin kostnað.  Hugleysingar og óþjóðhollustu lið er útskúfað í anda menningararfleiðarinnar. Efnahagslegra aðskildara tekjusvæða. Landmærin vor gerð ósýnileg gagnvart farand-flæði  launþega og fjármagnsflutninga en eru en í full gildi samkvæmt stjórnlagasamningum. Tekið fram ef þörf er á að gera þau sýnileg hjá Meðlima-Ríki þá getur það sótt um slíka undatekningu.

Flestir þjóðverjar munu sammála mér að bestu Meðlimirnir á Íslandi er þeir þjóðhollu sem gera sér grein fyrir að Ísland getur lítið nýtt sér ávinninginn að einangrun í innri samkeppni.

Hér verða aldrei gerð göng til Meginlandsins eða brú. Hingað verða aldrei fluttar milljónir af atvinnuleysingjum EUtil að skapa grunn fyrir hlutfallslega stærri yfirstétt.  Lálaunakostnaður er lægri þar sem veðurfar er betra og fjarlægðir frá lágvöru minni. 

Það þarf greind og margra ára ásdundum til að skilja þýskan yfirstéttar hugsunarhátt. Ég kannast ekki við einn aðila í Samfylkingunni sem líkist þeim þroskuðu sem ég skil vel enda deili ég svipuðum grunni.

Störf til sveita og sjávar hér á landi fram til 1940 vor eins og herskóli og gerðu Íslendinga sterka og ábyrga stjórnendur almennt. Líka virðing við atkvæði lestur og rétt innrím.

Lís-a er Íslensk atkvæða skipting ekki Lí-sa. Eins ég sá í kennslu bók fyrir 30 árum. Þetta er latneska EU skiptingin.

Stjórnskrádrög EU eru um 480 grunn lög sem byggja á menningararfleiðinn. Til að skilja EU þarf að læra þau með skilningi.  

Skilingur skapar vit sem lýsir upp.

Júlíus Björnsson, 22.3.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband