Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina?

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu 
Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu - "tifandi tímasprengja"
 
Norska dagblaðið Dagsavisen var með grein um atvinnuástand hjá ungmennum Evrópusambandsins undir fyrirsögninni "tifandi tímasprengja Evrópu". Eins og er standa 20% af ungmennum Evrópusambandsins án atvinnu og eru heldur ekki í skóla. Þetta er aldurshópurinn frá 15 ára og til 25 ára. Þetta þýðir að einn af hverjum fimm í þessum aldurshóp er hvorki í vinnu né skóla. Samtals er um 5,5 milljón ungmenni að ræða. Þetta er skuggalega há tala því um sögulega litla árganga er að ræða, hlutfallslega séð.

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu síðustu 10 árin
Blaðið bendir á að atvinnuleysi þessa hóps sé að aukast. Þetta er alveg rétt hjá blaðinu en málið er mun verra en þetta því atvinnuleysi evrópskra ungmenna hefur verið mjög hátt síðastliðin 10 ár og jafnvel miklu lengur. Það var aðeins í bóluástandi síðustu fárra ára að atvinnuleysi þessa hóps mjakaðist undir 15% í ca. eitt ár. Frá árinu 2000 hefur það verið mun hærra mestan hluta tímans.
 
– På 30-tallet opplevde vi at både brunskjortene, svartskjortene, men også rødskjortene marsjere i gatene i Tyskland. Historien viser at slike politiske reaksjoner kan slå begge veier. Høyere kriminalitet er ofte en direkte konsekvens av høy ledighet blant unge, noe de baltiske landene er et eksempel på, sier Aarebrot.
 
 
Ástandið er grafalvarlegt í Suður- og Austur-Evrópu. Tölurnar eru hvergi sæmilegar nema í Noregi og Hollandi. Einn af frammámönnum norsku verkalýðshreyfingarinnar, Knut Arne Sanden, bendir á að stór hluti Evrópu hafi misst mikið af sínu unga fólki í styrjöldum á síðastliðnum 100 árum. En í dag er það atvinnuleysið sem kemur í veg fyrir að unga fólkið komist inn á vinnumarkaðinn. Þetta er fólkið sem fær síðast atvinnu í uppsveiflum og það fyrsta sem sagt er upp þegar niðursveiflur koma.

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Þetta er einnig pólitískt vandamál, segir Frank Aarebrot prófessor við háskólann í Bergen. "Það afl og þau áhrif sem svona stór hópur fólks getur haft má ekki vanmeta. Brúnstakkar, svartstakkar o.fl. komust til áhrifa í Þýskalandi 1930. Sagan segir okkur að pólitískir vindar geta blásið til beggja átta. Að hafa atvinnu er það sama og að tilheyra samfélaginu" | Dagsavisen
 
Mynd; kosningafylgi nasista og atvinnuleysi í Þýskalandi 1920-1932, Brad DeLong
 
Meira efni og fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar,

Það er athyglisvert að þessi aldurshópur hafði lengi það hlutverk að vera fallbyssufóður. Nú þegar engin stríð eru þá er ekkert fyrir þessa hermannakynslóð að gera. Próblemið er svo gert verra af vinstra liðinu sem veit ekkert flottara en að flytja inn múslíma og aðrar óþjoðir  til að hirða þá vinnu sem þetta fólk hefði þó annars fengið. Það þarf að hætta að flytja inn framandi vinnuafl til Vesturlands þar sem það bara eykur á vandann.Þjóðverjar eiga að fara að vinna sjálfir til dæmis.

Halldór Jónsson, 19.3.2010 kl. 12:29

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað segið þið, hvenær eigum við að stofna nasistaflokkinn?

Theódór Norðkvist, 19.3.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið 

Halldór, sennilega verður unga kynslóðin í Evrópusambandinu í dag sú fyrsta í sögunni sem verður fátækari en foreldrar sínir.

Þjóðverjar geta ekki farið að "vinna aftur" því það er of litla vinnu að hafa - og svo eru þeir líka að verða of gamlir til að geta unnið. Það fæðast svo fáir nýir einstaklingar í Þýskalandi, enda ekki furða. Hver vill fæða börn inn í massíft 30 ára atvinnuleysi. 

Theódór, ef þú skoðar línurit Brad DeLong þarna fyrir ofan yfir kosningafylgi nasista og atvinnuleysi í Þýskalandi 1920-1932 þá sérðu að þú munt varla eiga séns í framboði fyrir nasistaflokkinn þinn á Íslandi ennþá. En annað mál væri ef þú flyttir til Mið-Evrópu. Þar blómstra nú upp öfgahópar til vinstri-hægri/upp-niður sem mannaðir eru með reiðu ungu fólki. Fólki sem finnst það ekki vera hluti af samfélaginu lengur. Vonleysið er orðið svo mikið og langvarandi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2010 kl. 21:26

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var nú bara að skjóta á hann Halldór, skoðanabróður þinn í ESB-málum að minnsta kosti.

Öllu gríni fylgir þó einhver alvara, en atvinnuleysið hér og erfiðleikarnir geta auðveldlega skapað öfgasinnaðar hreyfingar.

Theódór Norðkvist, 19.3.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Theódór, ég þóttist vita að þú værir að skjóta með þessum venjulegu skotum sem alltaf er skotið þegar einhver leyfir sér að setja spurningarmerki við stefnu hinnar rétttrúuðu elítu í ESB og víðar, eins og Halldór leyfir sér. 

En þú misstir marks. Stjórnmála elíta Evrópusambandsmanna er höfundur þeirrar tímasprengju sem greinin í norska blaðinu fjallar um. Elítan er búin að skapa réttu skilyrðin fyrir öfgasinnað reitt ungt fólk í Evrópu. 

Evrópa er því miður að breytast í meginland samfélagslegra tapara.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru stór orð. Ekki veit ég hvernig frændur vorir á Norðurlöndunum, sem eru kannski með hvað 10-20% sinna heimila að tapa húsunum sínum, taka því að vera kallaðir samfélagslegir taparar af íbúa þjóðar þar sem hlutfall heimila er stefna í gjaldþrot eða eru komin þangað, er 50-60%.

Theódór Norðkvist, 19.3.2010 kl. 22:55

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef þú átt enga íbúð né hús til að missa, engan bíl til að láta bjóða upp, enga vinnu og hefur aldrei haft vinnu á æfinni og ert peningalaus, þá hefðurðu ekki svo miklu að tapa Theódór. Er það?

Fólk í svona aðstæðum eignast ekki börn. Það eingast ekki framtíð. Það fer í hundana - eða í öfgasamtök.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2010 kl. 23:16

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Enn eitt frábært innlegg frá þér Gunnar. Hér heima er atvinnuleysi meðal ungs fólks einnig um 20%, og fer ekki batnandi. Heldur þú að það sé hluti af stefnu Samfylkingarinnar að halda þeirri stöðu til þess að venja okkur við ástandið í ESB?

Sigurður Þorsteinsson, 19.3.2010 kl. 23:57

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við skulum vona að svo sé ekki Sigurður. En ég sé því miður engar sannanir fyrir hinu gagnstæða. 

- og kærar þakkir fyrir innlitið

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2010 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband