Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöft innleidd á evrusvæði

Þriðjungur allra fasteignalána í evrulandinu Austurríki eru í erlendri mynt. Mest í svissneskum frönkum eða japönskum jenum. Seðlabanki Austurríkis segir að almennir Austurríkismenn skuldi nú um 35 miljarða evrur í erlendum fasteigna- bíla- og spákaupmennskulánum.

Þessar lántökur fóru fram í gegnum austurríska bankakerfið á meðan gengi franka og jens gagnvart myntvafningnum evru var lágt á árunum fyrir hrunið 2008. Nú hefur gengi þessara erlendu gjaldmiðla hækkað mikið eða um 13% til 30% og fer hækkandi í takt við að myntvafningurinn evra fellur í gengi og myntbandalagið þar á bak við fer inn í sinn endanlega upplausnarfasa. Sá fasi getur orðið langur og strangur.

Það eru fjármálayfirvöld í Austurríki sem eru orðin hrædd. Þau ætla því að banna svona lán og loka fyrir aðgengi almennings að lánum í erlendri mynt. Aðeins ríkt og mikilvægt fólk mun fá að nota þessa þjónustu framvegis. Ef evran mun hrynja verulega hratt á næstu árum þá mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir bankakerfið og lánþiggjendur þess í Austurríki.

Hypo Adria
Evrubankakerfi Austurríkis hefur átt erfiða daga og hafa tveir af sex kerfislega mikilvægum bönkum landsins þegar verið þjóðnýttir. Síðast var það Hypo Group Alpe Adria sem var þjóðnýttur þann 14. desember síðastliðinn. Þá þurfti Fransmaðurinn og seðlabankastjórinn Jean-Claude Vigilant Trichet að eyða helginni í Austurríki.

Þeir sem áttu þennan nú þjóðnýtta banka voru að mestu leyti þýskir þegnar og stjórnmálmenn sem stýra ennþá í Bayern Landesbank í Þýskalandi. BLB átti 67% í HGAA. Forstjóri Bayern Landesbank sagði af sér um leið.

Fyrri bankinn sem þjóðnýttur var í evrumyntvafnings landinu Austurríki hét Kommunalkredit Austria AG, sem þýðir eiginlega Bæjarútgerð Austurrísku Sveitafélaganna. Mikið af útlánum bankakerfis Austurríkis hefur farið til Austur-Evrópu og landa á Balkanskaga.

SNB
Svissneski seðlabankinn hefur verið að reyna að gera sitt besta til að halda gengi svissneska frankans niðri með aðgerðum á gjaldeyrismörkuðum. Hátt vanskilahlutfall lántakaenda í Austurríki, Austur-Evrópu og á Balkanskaga vegna gengisáhættu mun ekki gagnast svissneskum bönkum sérstaklega vel. Gert er ráð fyrir að reglur fjármálayfirvalda Austurríkis verði kynntar þann 22. mars næstkomandi og settar í framkvæmd án tafar.

Ef fjármálaeftirlit Íslands hefði haft augun framan á höfðinu hefði mátt sporna við miklum vandræðum á Íslandi. Svona augu framan á höfðinu virðast Þjóðverjar hafa haft því lítil sem engin lán eru þar tekin né veitt í myntum sem Þjóðverjar fá laun sín ekki greidd í. Bloomberg | FTD | WSJ
 
Meira um málefni ESB og Íslands hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, að það er merkilegt að Seðlabankinn skyldi ekki banna erlenda lántöku einstaklinga, ef hann hefur þá haft vald til þess.  Líklega hafa menn haldið að það mætti ekki vegna EES samningsins og fjórfrelsisins, en ef Þjóðverjar og Austurríkismenn takmarka slíkar lántökur, þá mega Íslendingar ekki vera kaþólskari en páfinn í þessum efnum.

Ennþá merkilegra er, að nokkrum manni, sem hefur öll sín laun í íslenskum krónum, skuli nokkurn tíma detta í hug að taka lán í erlendum gjaldmiðlum.  Merkilegast af öllu, er að bankarnir skyldu ota slíkum lánum að einstaklingum, en Íslendingar eru reyndar afar "lánaglaðir" menn og margur hlaupið til og tekið öll þau lán, sem mögulegt hefur verið að taka, ekki síst ef sá hinn sami hélt að hann væri að spara einhver ósköp á lægri vöxtum.

Þetta er að koma illilega í hausinn á mörgum núna.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Axel Jóhann og þakka þér fyrir innlitið.

Það er austurríska fjármálaeftirlitið (FMA) sem sér um þessi mál og setur reglurnar. Austurríski seðlabankinn virðist hinsvegar hafa upplýst um upphæðir (sjá frétt WSJFTD, og Bloomberg)

Eins og þú veist komst í tísku að fjárlægja bankaeftirlit frá seðlabönkum á síðustu öld eða um aldamótin. Á Íslandi var það Fjármálaeftirlitið sem sá um þessa hlið málsins, sama er að segja um Danmörku, Írland og Austurríki.

Þó svo að Þjóðverjar hafi ekki tekið lán í erlendri mynt þá þýðir það ekki að það hafi verið bannað. Það þýðir frekar að bankakerfi Þýskalands hafi upp á eigin spýtur ráðlagt viðskiptavinum sínum á skynsamari hátt og alls ekki verið að ota þessum möguleika að viðskiptavinum. Vel vitandi hvernig gengi allra gjaldmiðla, sama hvaða nafni þeir nefnast, getur hrunið og það gerist oft ótrúlega hratt.

Þegar evrunni var ýtt úr vör féll hún um 30%. Það er auðvelt að gleyma þessu ekki.  Því hafa þjóðverjar ekki gleymt, því þá fannst þeim evran vera ónýtur gjaldmiðill - og finnst það sennilega ennþá. 

Hér er því við sjálft bankakerfið að sakast og eftirlitið með því.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.3.2010 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband