Leita í fréttum mbl.is

Myntbandalagið: Kirkjugarður ríkisstjórna Evrópu

 

Kirkjugarður ríkisstjórna í Evrópu  

Portúgalski hagfræðingurinn og blaðamaðurinn Domingos Amaral skrifar í Correio da Manhã að myntbandalagið sé spennitreyja fyrir Portúgal og að hagvöxtur landsins hafi aldrei verið eins lélegur hin síðustu 50 ár og undir evrunni. Allt sé orðið of dýrt. Ef það var velmegun og hagsæld sem myntbandalagið átti að leiða af sér þá höfum við uppskorið akkúrat hið gagnstæða, segir hann. Hrikalegar reglur myntbandalagsins hafa breytt Evrópu í kirkjugarð fyrir ríkisstjórnir. Það er kominn tími til að gera sér grein fyrir því að evran virkar ekki og að það verður að koma breyting. Að yfirgefa myntbandalagið yrði hrikalegt, en það sama gildir ef ekkert er gert. Evran refsar þeim saklausu og lokar á allar útgönguleiðir út úr óförunum, segir Amaral; CM

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

The Euro does not work. Bara við hefðum aldrei tekið upp evru 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það verður fróðlegt (en ekki ánægjulegt) að fylgjast með almenningi í Grikklandi núna. Sveigjanleiki hagkerfis þeirra er horfið og nú þarf lagaboð til að lækka launin....það er nefnilega mun persónulegri aðför að kjörum en gjaldmiðils lækkun er. Ekki svo að þetta eitt og sér dugi fyrir grikki.

Argerntína prófaði törframeðalið að tengja sig við Dollarinn...virkaði vel í nokkrar vikur, svo kom í ljós að iðnaður þeirra varð svo illa samkeppnisfær að hann dó... töfralæknar eru full háðir töfrum. Töfrar eru skemmtilegir í skáldsögum en hafa enn ekki virkað annars staðar.

Haraldur Baldursson, 4.3.2010 kl. 09:41

2 identicon

Sakna skútunnar líka.

Boa noite.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband