Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump ávarpar þjóðirnar í stofnun Sameinuðu þjóðanna

Norður-Kórea var höfð á fyrsta bekk

Ræðutextinn er viðhengdur sem textaskjal hér neðst í þessari færslu, því þetta er afar mikilvægur og stefnumótandi texti. Hann markar kaflaskil í samskiptum á milli þjóða og þjóðríkja. Að minnsta kosti í samskiptum Bandaríkjanna við önnur þjóðríki. Gamall sannleikur er tekinn upp á ný. Hér er einnig bein krækja á ræðuna hjá Hvíta húsinu

Stutt frásögn:

Við, fólkið, sagði hann

Velkomin til Nýju Jórvíkur (New York), heimaborgar minnar

Við þökkum þeim mörgu þjóðum sem boðið hafa minni þjóð aðstoð vegna náttúruhamfara

Við Bandaríkjamenn erum með elstu virku stjórnarskrá í heiminum og hún hefst á þessum þremur einföldu orðum; WE THE PEOPLE (Við fólkið/þjóðin..). Við fögnum 230 ára afmæli hennar núna. Hún er tímalaust skjal sem þjóðin elskar og hún er grunnur friðar, velmegunar og frelsis okkar Bandaríkjamanna - og einnig óteljandi milljóna annarra manna um allan veröld

Það gengur betur hjá minni þjóð en í langan tíma. Atvinnuleysi er að lagast og fyrirtækin eru að koma heim. Við erum að styrkja þjóðvarnir og herinn okkar, þannig að hann verði sá sterkasti nokkru sinni

Við lifum á tímum einstakra tækifæra. En líka á tímum einstakra ógna

Hryðjuverka- og svæsin öfgaöfl hafa breiðst út til allra horna veraldar. Til þeirra allra! Og studd af ónýtum og hættulegum ríkisstjórnum, sem eru einnig hér á þessari samkundu í dag

Þær herja á sínar eigin þjóðir og aðrar. Þetta drasl er að reyna halla veröldinni frá þeim friði sem við hölluðum henni að, með því að berja svona pakk niður með sleggju í Síðari heimsstyrjöldinni

Alþjóða-glæpasamtök og alþjóða-þrælaverslun er sama sagan. Þetta blómstrar í dag (já allt alþjóða blómstrar í dag) og massafólksflutningar ógnar landamærum okkar. Tæknivætt lið upp í háls sem notar tækni til að ógna borgurum okkar

Fullveldi er númer eitt. Aðeins fullveldi ríkja getur bætt heiminn. Og aðeins fullvalda ríki geta bætt heiminn. Fullvalda sjálfstæðar þjóðir sem taka sig af þegnum sínum. Fullveldi fólksins númer eitt

Öryggi og þjóðaröryggi
Og meira öryggi og þjóðaröryggi

Velmegun
Og meiri velmegun

Það vorum við sem komum Evrópu á fætur á ný. Við gáfum löndum hennar framtíð (sem ESB fer illa með, segir hann óbeint síðar í ræðunni um þannig "fjarlæg skrifstofuveldi")

Okkur er sama hvernig önnur ríki stjórna sér, búa, lifa, anda og trúa, svo lengi sem þær gera þetta hér tvennt: 1) gæta hagsmuna eigin þjóðar og borgara sinna, og 2) virða rétt og réttindi annarra fullvalda þjóða (hér er slæm hugmynd líberalista (vinstrimanna) um frelsun heimsins með úniversal reglustrikuverki John Locke á stöng, jörðuð, grafin og steindrepin. Trump íhaldsmaður segir að svo sé. Amen)

Norður-Kórea er að drepa fólkið sitt og ógna heiminum. Við munum þurrka hana út, sé Bandaríkjunum og bandamönnum okkar ógnað

Íran er helvíti, sérstaklega fyrir sitt eigið fólk sem það mergsýgur til að ógna nágrönnum sínum. Við munum rifta samningi við þetta ríki ef þess þarf

Allar þjóðir verða að setja sjálfar sig í fyrsta sætið. Hugsa um sitt eigið fólk fyrst. Það er skylda allra og til þess eru menn kjörnir

Bandaríkin hafa tekið á sig sinn skerf af fólksflutningum í gegnum söguna. Við þekkjum vel hversu stjórnlausir fólksflutningar eru mjög svo óréttlátir gagnvart þeim löndum sem missa fólkið sitt og þeim löndum sem taka á móti því. Ekkert réttlætir að sjúga blóðið úr öðrum löndum sem þurfa svo mjög á því að halda við betrumbætur og þróun. Og ekkert réttlætir að drekkja sínu eigin fólki með öðru fólki (móttökuþjóðinni) því þetta eyðileggur vinnumarkað hennar. Og þetta eyðileggur líka vinnumarkað sendandans. Sérstaklega hinna lægra launuðu í móttökulandinu. Þeir bera þyngstu byrðarnar vegna innflæðis fólks og því fólki eigin þjóðar gleyma oft ríkisstjórnir og fjölmiðlar

Ef Sameinuðu þjóðirnar eiga að lifa af sem stofnun, þá verður hún að bæta sig. Spillt ríki sem virða rétt borgara sinna að vettugi, sitja á fé stofnunarinnar til mannréttindamála. Stofnunin þarf að vera ábyrgari gagnvart umboði sínu

Við borgum yfirgnæfandi undir þessa stofnun miðað við alla aðra. Yfirgnæfandi

Sum ríki heimsins eru á leið til helvítis

Stjórn Venesúela er að rústa þjóðinni með sósíalisma sem allsstaðar í veröldinni hefur bara framleitt ömurleika. Við munum ekki horfa þegjandi á þetta pakk sem er að svelta þjóðina. Vandamálið í þessu landi er ekki það að sósíalisminn hafi verið illa framkvæmdur, heldur var hann innleiddur og framkvæmdur með fullkominni dyggð

Alþjóðleg viðskipti eru góð ef þau eru sanngjörn. En of lengi var okkur Bandaríkjamönnum sagt að mammút-stærðar fjölþjóða fríverslunarsamningar og umboðslausar alþjóðastofnanir og alþjóðleg skrifstofuveldi væri besta leiðin til að stunda viðskipti í heiminum. En milljónir starfa og þúsundir verksmiðja hurfu úr landi okkar og klettur bandaríska þjóðríkisins, millistéttin, var skilin eftir á fjóshaug, grafin og gleymd, þökk sé þeim sem kunnu á kerfið og burtu reglurnar sem eru stappa. Þessu fólki verður ekki gleymt. Aldrei aftur

Við sjálf erum að endurnýja og endurvekja fyrstu skyldur hverrar ríkisstjórnar, og þær eru þessar: að hugsa um sitt eigið fólk fyrst!

Skyldur hverrar ríkisstjórnar eru fyrst og fremst að hugsa um og tryggja sitt eigið fólk. Aðeins sjálfstæður styrkur hverrar þjóðar getur haldið þessari stofnun við efnið og borið hana uppi

Aðeins með því að gera það geta Sameinuðu þjóðirnar sinnt hlutverki sínu sem stofnun fullvalda ríkja. Styrkur fullveldis þjóðanna myndar þessa stofnun

Ekkert getur komið í stað sterkra fullvalda og sjálfstæðra þjóða sem standa á rótum sögu þeirra. Þjóða sem eru heimili föðurlandsvina, viljugir að vinna þjóð sinni gagn og fórna sér fyrir þjóðarheimili sitt

Þeir sem fórnuðu lífi sinu til að þessi stofnun gæti verið til, með því að sigra hið illa með vopnum, þeir færðu þessar fórnir fyrir þjóðina sína sem þeir elskuðu

Meira um þjóðina og þjóðirnar sem bestu stofnun jarðar, flutti Donald Trump þjóðum jarðar

Við getum ekki beðið eftir fjarlægum skrifstofuveldum. Enginn annar getur unnið vinnuna fyrir okkur, þjóðina. Við verðum að vera fyrst til að bjarga okkur sjálf. Til þess þurfum við föðurlandsvini, sem taka höndum saman um að búa þjóð sinni framtíð. Sem slá eignarhaldi á framtíð fyrir þjóð sína

Við köllum eftir endurvakningu á þjóðunum (hugtakinu sjálfu og sem stofnun)

Guð blessi þjóðirnar og mína þjóð

Örstuttri frásögn lýkur. Margt og mikið fleira er í ræðu Donalds Trump. Best er því að hlýða á hana

Fyrri færsla

Ekki-kommúnisti, er svoleiðis til ?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 20. september 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband