Leita í fréttum mbl.is

Í skuggamynd Sovétríkjanna

USS George H.W. Bush (CVN-77) sigldi út Solentsund frá Portsmouth á ţriđjudaginn, áleiđis norđur fyrir Skotland á Saxon Warrior herćfinguna. Langt er síđan ađ bandarískt flugmóđurskip hefur sést svo norđarlega á Atlantshafi. Heimahöfn CVN-77 er Norfolk, Virginíufylki

Ţađ fer lítiđ fyrir ţeim sviđum eđa málefnum sem Bandaríkin og Rússland myndu geta unniđ saman ađ, ef ţau vildu. Svo ef ţau hafa fátt eđa jafnvel ekkert mál til ađ vinna saman ađ, hvers vegna ćttu ţau ţá ađ vinna saman? Ţetta er ekki spurning sem á eingöngu viđ um ţessi tvö ríki. Flest ríki hafa um aldur og ćvi ţrifist vel án ţess ađ vinna saman. Ađ vinna saman er engin skylda. Og samvinna getur hćglega breyst í plágur

Og samvinnugrundvöllur Bandaríkjanna og smáríkislegs Kína féll ađ mestu um sjálfan sig um leiđ og Sovétríkin hrundu. Ţau lögđu ţeim tveim ríkjum til mikilvćgasta samvinnugrundvöllinn. Ţeirri innlögn stjórnađi Richard Nixon. Hrun ţannig samvinnugrundvalla tekur vissan tíma, en hrun hans er orđiđ augljóst mál nú, nema ađ Kína litla leggi Norđur-Kóreu inn á ţann tóma völl, sem mun ekki verđa af, meti ég stöđuna rétt. Áhrifavald Kína nćr ekki svo langt ađ ţađ geti lagt Norđur-Kóreu inn. Ţađ er mönnum ađ verđa ljóst, ţ.e. ađ Kína er fyrst og fremst loftbelgs ríki, í alţjóđamálalegum skilningi

Ţađ er hlaupin mikil óđaverđbólga í hugtökin samvinna, samvera og samfélag. Sérstaklega á svo kölluđum "samfélagsmiđlum", ţví ţar fer engin samvera fram né heldur nein samvinna. Ţar sitja menn einir úti í horni međ hvert sitt samfélag međ sjálfum sér og reyna ađ tryggja sig gegn ţví ađ vera áfram úti í ţví horni sem ţeir ţar međ eru búnir ađ festa sig í, međ ţví ađ vera á ţeim. Ţeir ţora varla lengur ađ anda ađ sér súrefni af ótta viđ ađ taka ţađ frá "öđrum". Og ađ anda ţví út aftur sem kol-eitthvađ, jafngildir orđiđ fastasetu í rafmangsstólum hinna ímynduđu samfélaga. Félaga sem hvergi eru til nema úti í fésbókar-fangaklefum speglasalanna um ímyndađ sam-sam-sam-sam-sam. Ţetta er arkitektúr ömurleikans og hann smitar af sér samisma, sem orđin er hrein plága

Ţađ er samt hćgt ađ skilja Rússland án ţess ađ sam-isma ţađ. Rússland er svo stórt og strjálbýlt ríki ađ engin leiđ er ađ halda ţví saman nema međ ofstjórn og gerrćđi. Ţađ er landafrćđin sem skilgreinir stjórnmál Rússlands og henni verđur ekki breytt. Pútín forseti Rússlands hefur unniđ hreint kraftaverk miđađ viđ ţađ land sem hann tók viđ. Á fyrri helming valdatíma hans sögđust flestir ungir Rússar ćtla ađ mennta sig og vinna ađ ţví ađ ná langt í lífi sínu innan atvinnulífs landsins. En svo hljóp hin efnahagslega velgengni frá Pútín og tók sér frí. Flest ríki lenda í ţví. Blessuđ efnahagslega velgengnin er enn í fríinu og óvíst er hvenćr hún snýr aftur til landsins, - sem lifir lífi sínu fyrst og fremst á orkusölu sem ţađ rćđur engu um verđiđ á. Og verđiđ ţađ er of lágt til ađ fríi hinnar efnagaslegu velgengni ljúki. Ungrómurinn í Rússlandi í dag stefnir ţví fyrst og fremst ađ ţví ađ ná langt í lífi sínu sem trúir og dyggir ţjónar föđurlandsins, innan hersins og öryggisţjónusta Rússlands. Skilst ţetta? Já auđvitađ skilur mađur ţetta, ţví ţetta er svo algerlega mannlegt. Fyrirmyndin er ekki lengur sú sama. Hún er ekki lengur ríkidćmi, kampavín og kavíar vegna velgengni í atvinnulífinu, heldur er hennar nú leitađ á ţeim stöđvum sem efst eru í huga rússneska ungdómsins. Og Rússar berjast betur ţví fátćkari og svengri sem ţeir eru. Ţađ er hollt ađ muna ţađ

Ţetta er ekki neinum ađ kenna. Ţetta er einungis tilveran eins og hún hefur alltaf veriđ og verđur alltaf. Allir neyđast til ađ skokka ţá braut sem sagan stóra og landafrćđin sem mótar hana stikar út handa hverjum og einum í ţessum heimi. Rússland er land ţar sem allt snýr öfugt og allar ár renna á vitlausa stađi. Rússar eru óheppnir međ landafrćđina sína og viđ ţví er ekkert ađ gera. Öryggisţarfir Rússlands munu vegna landafrćđinnar alltaf rekast á nágrannaríkin, sama hver er viđ völd í landi ţeirra og sama hver er viđ völd í öllum öđrum ríkjum veraldar. Ţađ eina sem Rússar ţurfa ađ skilja, en munu ţó aldrei skilja, er ađ allir nágrannar ţess hafa einnig sínar eigin öryggisţarfir, sem ţeir verđa fyrst og fremst ađ hugsa um. Og ţeir munu heldur ekki skilja öryggisţarfir Rússlands á sama hátt og Rússar gera. Um ţetta atriđi getur aldrei orđiđ nein samvinna. Ekki frekar en samvinna kattar og músar getur snúist um sameiginlega hungursneiđ. Skák verđur aldrei samvinna - ţađ er bara ţannig

Kemur ţví Intermarium, sama hvađ hver segir. Washington er međ ţađ á hreinu. Ekki einn millimetri verđur gefinn eftir. En ţađ er hins vegar vel hćgt ađ lifa međ fastfrosin átök. Ţađ er hćgt. Skriđdrekar hafa ţá sögulegu kosti eđa ókosti ađ ţeir frjósa oftast fastir í langan tíma ţar sem ţeir stoppa. Og standa ţar kjurrir, ţar til ný stađa myndast. Ţannig er ţađ bara. Ekkert "sam" getur breytt ţví. Skákin verđur leikin áfram sem skák, sama hvađ hver segir

Fyrri fćrsla

Rafmagnsknúiđ fávitahćli


Bloggfćrslur 4. ágúst 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband