Leita í fréttum mbl.is

Hissa á skuggamynd aðalhagfræðings Seðlabanans

Nú hef ég horft á vefútsenda stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, sem í sjálfri sér er ekki verðbólguvaldandi, vegna þess að hún, útsendingin sjálf, fer fram í gegnum framleiðsluapparat annarra hagkerfa. Sko til

Ákvörðun Seðlabankans byggir að sjálfsögu á því sem búið er að gerast. En ekki á því sem er að gerast, eins og Már hefur sjálfur greint frá, með því að segja að ákvarðanir Seðlabankans séu gagna-knúnar. Öll gögn hans eru auðvitað úr fortíðinni. Öðruvísi geta þau ekki verið

En stund sannleikans rennur þó aldrei upp fyrir þá sem vinna í Seðlabankanum (banki) og á Hagstofunni (stofa), því þar er og verður aldrei hægt að fá þá stund til að renna upp og enginn veit því hve villumörk hans og stofunnar góðu eru stór

Það geta hins vegar þeir gert sem um stjórnmálin spá, því þar er talið upp úr kjörkössunum á fjögurra ára festi og stund sannleikans rennur upp. Þar með staðfestast rangar/réttar spár spámanna á þeim markaði, og villumörk staðfestast líka. En það er hins vegar aldrei talið upp úr gagnasöfnum Seðlabankans og þess vegna geta menn þar haldið vinnunni sinn fram í rauðan dauðann. Þetta er alls ekki gagnrýni, heldur aðeins staðreynd. Og þetta er kallað sérfræði. Já já

Mér finnst furðulegt að í skuggamyndasafn Seðlabankans er nú komin sú árstíðaskapaða hagsveifla sem er í gangi í ESB, því hún er eingöngu knúin af þremur þáttum:

1. Árstíðasveiflu (e. cyclical)

2. Kjöri Emmanuel Macrons upp til himins; En hann er hins vegar fallin til jarðar á ný sem bara bankamaðurinn sem hann ávallt var. Og sem strax orðinn er því sem næst þorskur á þurru landi. Fall hans er auðvitað ekki enn komið inn í tölur Seðlabankans, vegna þess að hann er jú gagna-knúinn. Af hverju þá að taka hann inn?

3. Hatri Evrópusambandsmanna á Donald Trump; Þeir halda að að þrotum komin Evrópa sambandsins geti allt í einu farið að stjórna sér sjálft á ný. Allir vita þó innst inni að slíkt getur aldrei gerst. Það er örstutt síðan að seðlabanki og ríkisstjórn Bandaríkjanna björguðu hagkerfum evrusvæðis með síendurteknum gjaldmiðlaskiptagáttum og með björgun AIG, sem tryggt hafði allt fjármálakerfi landa evrusvæðis. Annars hefði AIG verið látið rúlla í þrot

Þetta er og verður aldrei annað en það sem það er. Og þetta er, eins og oft áður, varla birtingarhæft. En samt er þetta birt. Hvers vegna? Jú vegna þess að bankinn er gagna-knúinn, eða er það ekki?

Fyrri færsla

Umfjöllun um "þjóðernis-hyggju" á hvolfi


Bloggfærslur 24. ágúst 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband