Leita í fréttum mbl.is

Svona ganga breytingar fyrir sig

John Selden (1584–1654)

Íhaldsmaðurinn

Þeir sem undrast ástandið í Bandaríkjunum gera sér ekki grein fyrir að einmitt svona ganga breytingar fyrir sig undir forseta sem kosinn var til að gera miklar breytingar. Hann setur að sjálfsögðu margt í uppnám. Hann er uppnáms-forseti því það er ekki hægt að gera breytingar án þess að setja það sem ekki vill breytast í uppnám. Uppnám verður því það sem einkenna mun breytingamanninn Donald J. Trump. Þetta er ekki þægileg innivinna hjá honum

Í Bretlandi kaus þjóðin í þjóðaratkvæði miklar og sögulegar breytingar sem að Sir John Fortescue hefði glaðst yfir. Líklega þær mestu á Vesturlöndum frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Það á sem sagt að breyta mikilvægum hlutum. Og þær breytingar valda uppnámi. Vanvita elítur misskilins John Locke skjálfa, því hann skildi heldur ekki sjálfan sig

Það sem sameinar þessi tvö lönd eru sterkar lýðræðislegar stofnanir sannra Íhaldsmanna þar sem þrískipt valdið hefur stanslaust eftirlit með hvort öðru. Það skákar og mátar í tafli sem engan enda má taka. Og þetta þrískipta vald er komið úr einmitt Gamla testamentinu, þ.e. Ísraelaríki hinu forna. Þessi tvö lönd munu því áfram standa sem vitaverðir hins frjálsa heims. Það geta þau af því að þau voru byggð af sönnum Íhaldsmönnum, sem lásu Biblíuna og skildu hana. Restin af heiminum eru mest sökkvandi sovétríki og evrópusambönd prinsa. Lengi lifi engilsaxneskt lýðræði!

Fyrri færsla

Er Air Iceland Connect Eyjafjallajökull


Bloggfærslur 9. júní 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband