Leita í fréttum mbl.is

Verður Ungverjaland sett í poka og sent til Brussel?

Í síðustu viku ákvað þing Evrópusambandsins sem enginn kaus, hið svo kallaða Evrópuþing, að nú ætti Evrópusambandið, sem enginn kaus heldur, að hefjast handa gagnvart Ungverjalandi. Þinginu líkar ekki við löglega kjörin stjórnvöld Ungverjalands. Þar situr ríkisstjórn sem hefur hugsað sér að gæta hagsmuna Ungverja. Þetta er skelfilegt. Og markmiðið með aðförinni er að ESB takist með sovéskri stjórnarskrá í rassvasanum að taka burt atkvæðarétt Ungverjalands í Evrópusambandinu. Að Ungverjaland eigi að sitja þar við hlaðborð Samfylkinga-Viðreisnar og horfa á aðra fara með málefni landsins eins og þeim sýnist, ókjörnir. Algerlega ókjörnir og án umboðs

Þetta minnir mig dálítið á innrás Sovétsambandsins í Afganistan (Soviet-Union). Miðstjórnin með uppstoppaðan Brezhnev á skafti, réðst inn í landið á jóladag 1979 með þeim rökum að þar væri farin að grassera "þjóðernishyggja" sem myndi smita út frá sér inn í hin svonefndu sovétlýðveldi (hin þyngri útgáfa fullrar ESB-aðildar). Þið vitið kæru lesendur; í steypustöð vinstrisins er hverskonar frelsi ávallt kallað "þjóðernishyggja" þegar vinstrið heldur að burðarþol kúgunarinnar sé að minnka í steypu þess. Þannig fór sá jóladagur og höfuð Hafizullah Amin forseta Afganistan var af sovéskum sérsveitum sent í plastpoka til Kreml sem sönnunargagn fyrir vel unnu verki, en sem þó aldrei lauk. Kreml hélt jafnvel að forsetinn hefði ætlað að hafa samband við Bandaríkin, og það gekk náttúrlega ekki

Reyndar minnir aðalritari Evrópu, Angela Merkel, mig nokkuð á Leonid Brezhnev að því leyti að hún virðist vera stoppuð upp af svipaðri miðstjórn og samskonar þingi. En Brezhnev var þó mun skemmtilegri en hún og heilastarfsemi hans líklega léttari

En dagatal sambandanna beggja er þó hið sama. Jóladagur var notaður til að gera innrás í Afganistan og 17. júní var notaður til að tilkynna Íslandi að aðlögunarinnrás Brusselveldisins hæfist formlega einmitt þann eina dag ársins af öllum öðrum mögulegum

Pólland segist ætla beita neitunarvaldi verði Ungverjaland sett í poka. En það er nú ekki víst að það gildi þá, mín kæra Varsjá

Lotharinga öxull Berlín-Parísar hræðist Pólland og Intermaium hugmynd Pilsudski, sem nú er í uppbyggingu. Pólland verður orðið meira veldi en Þýskaland innan Evrópu innan næstu 20 ára. Pólland er nefnilega, eins og öll Austur-Evrópa, í tilvistarhættu beggja megin frá. Úr austri sækir Rússland að Austur-Evrópu og úr vestri sækja hin gömlu öxulveldi ESB að henni

Sterkasti og traustasti bandamaður Austur-Evrópu eru Bandaríki Norður-Ameríku. Flest ríki sem eru í strategísku sambandi við Bandaríkin verða stórveldi í sínum heimshluta. Annars væri Suður-Kórea ekki á Samsung-setrum heldur á hrísgrjónum í dag. Þýskaland skiptir Bandaríkin ekki máli lengur. Bless

Fyrri færsla

Samruni - stöðnun - upplausn


Bloggfærslur 22. maí 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband