Leita í fréttum mbl.is

Frakkland: ein allsherjar höfnun og klofningur

Élection présidentielle 2017  la carte des résultats

Umdæmi: Macron: gult | Le Pen: dökkgrátt (krækja)

Úrslit fyrstu umferðar frönsku forsetakosninganna liggja nú fyrir. Emmanuel Macron fékk 23,86 prósent atkvæða og Marine Le Pen fékk 21,43 prósent atkvæða. Þau tvö berjast síðan um forsetaembættið á komandi vikum

Öllum gömlu flokkunum hefur hér með verið hafnað og úthýst. Þeir koma ekki lengur til greina í embætti forseta Frakklands á næstunni. Spyrja má hvort að kjósendur séu að hafna því sem gömlu flokkarnir hafa komið til leiðar á undanförnum 70 árum, þ.e. frá styrjaldarlokum

Frakkland er klofið í tvennt. Algerlega öndverðir pólar berjast um embættið. Kjósandi Macrons talar helst ekki við kjósanda Le Pens. Annar frambjóðandinn hafnar því mikilvægasta sem franska byltingin boðaði: þ.e. sameiginlegum örlögum þjóðarinnar. Að hún yrði að standa saman um sameiginlega sögu, tungumál og menningu, því aðeins þannig væri hægt að deila sameiginlegum örlögum og styðja við þjóð sína innbyrðis (fraternité). Það þyrfti þjóð til þessa og til að þjóðin geti verið þjóð verður hún að eiga sitt þjóðríki

Þessu hafnar Emmanuel Macron, en þessu berst hins vegar Le Pen fyrir. Hún vill varðveita andann úr frönsku byltingunni en hann vill það ekki

Þetta er nokkuð eins og sagan um Evrópusambandið. Þýskalandið sem vildi ekki deila örlögum með Grikkjum né heldur Suður-Evrópu. Þegar áföllin dundu yfir þá hvellsprakk Evrópusambandið við fyrsta mótbyr og engin sameiginleg útkoma kom úr hvellinum. Byrðunum var ekki dreift jafnt. Það varð til ein útkoma í Grikklandi, önnur á Spáni, ein í Finnlandi og önnur í Frakklandi og svo framvegis. Evrópusambandið féll eins og spilaborg, en eftir stóð Evrópa. Sagan kom þarna heim úr sumarfríi sínu, sem hófst árið 1945. Evrópa hafði ekkert breyst

Við hefðum aldrei sökkt Vestmannaeyjum til að bjarga Akureyri. Og heldur ekki aumingja Reykjavík. Ísland er nefnilega þjóðríki og við erum þjóð sem á sér sameiginleg örlög. Það er Evrópa ekki. Hún er einungis landfræðilegt heiti og verður aldrei neitt annað. Við munum aldrei nokkru sinni sökkva Íslandi til að bjarga neinu öðru landi og síst af öllu skrifstofuveldi imperíalista

Ljóst er, sama hver verður næsti forseti Frakklands, að vaxandi ójafnvægi og ófriður mun ríkja innanlands í Frakklandi á næstu mörgum árum. Á sama tíma er landið njörvað niður í Evrópusamband sem er að springa í loft upp. Mun Frakkland þola þetta. Mun það rifna í sundur. Verða gömlu björgunarbátar frönsku þjóðarinnar brotnir í spón (þjóðríkið og landamæri þess), eða er kannski þegar búið að sökkva þeim. Getur landið snúið við heim

Eins og sést á kortinu, hafa menn kosið sterkari varnir og sterkari landamæri, því nær sem þau liggja að daglegu lífi þeirra. Varnarleysið er þar mest. Utanlands-umdæmin kusu eðlilega rautt: þau vilja meiri peninga frá aðalstöðvunum, því þau liggja í langvarandi massífu atvinnuleysi, eins og ástandið er reyndar líka, að miklu leyti, heima í blessuðum aðalstöðvum Evrópusambandsins í Frakklandi. Hvað verður um Frakkland, spyr ég. Mun það sökkva sér til að bjarga skrifstofuveldi. Það efast ég um

Það sem gildir núna fyrir þjóðir Evrópusambandsins -og sem er einmitt í gangi í Evrópu núna- er að reyna að tryggja sig sem best gegn drukknun áður en sambandið springur endanlega í loft upp og allir ætla að synda út um sömu botnlokuna samtímis, þegar sambandið og mynt þess sekkur. Ekkert land vill verða nýtt Grikkland á botni Evrópu. Þeir sem hugsa minnst, munu drukkna. Engin sameiginleg örlög eru í pakkanum - og hafa aldrei verið

Fyrri færsla

Eru ESB-sinnar aumingjar? Já, oft eru þeir það


Bloggfærslur 24. apríl 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband