Leita í fréttum mbl.is

Eru ESB-sinnar aumingjar? Já, oft eru þeir það

Hér hvílir 70 ára tímablið frá 1945 til 2015 e.Kr.

Mynd: Útför síðustu 70 ára fer nú fram

Það er mikil vinna og kostar mikið erfiði að viðhalda fullveldi og sjálfstæði þjóða. Auðveldast er að gefa bæði burt þegar á móti blæs. Láta aðra og ókjörna um þau mál. En mjög erfitt er hins vegar að fá þessa tvo hluti til baka. Mjög erfitt og oft vonlaust. Næstum alltaf vonlaust og krefst oft ofboðslegra hörmunga og fórna

Þeir sem nenna ekki að viðhalda fullveldi og sjálfstæði Íslands, eru oft aumingjar. Það verður að segjast eins og það er. Þannig er það

Tímabilinu frá 1945 til í dag, er nú lokið. Árangurinn af fjölþjóðaveldi fyrirbæra eins og Evrópusambandsins, svo kallaðra "alþjóðasamfélaga" og hámenntaðra teknókrata þannig samsteypa og annarra, er það sem fyrir augum okkar liggur í dag. Árangurinn er heimur í uppbroti. Heimur í upplausn. Þetta er þeirra árangur. Og þeir ætla sér ekki að deila kjörum með þeim sem þeir brugðust. Bara alls ekki. Þeir halda enn að allt sé ókei bara ef bankarnir hanga opnir. Að allt verði ókei bara ef meira fullveldi og sjálfstæði þjóða sé hent fyrir hunda þeirra

Réttast væri að stilla hinum ókjörnu vesalingum sem gerðu þetta upp við vegg. En þannig virkar heimurinn ekki þar sem þeir er héldu réttindum þjóðar sinnar á lofti, ráða ríkjum. Þar eru aumingjarnir umbornir, en kosnir burt. Hvað verður hins vegar á hinum stöðunum, vitum við ekki enn. En ekkert þakklæti mun koma frá þeim fyrir að vera umbornir sem aumingjar. Þannig virkar heimurinn ekki

En þeir verða samt að læra að það er þrotlaus vinna að viðhalda fullveldi og sjálfstæði þjóðar okkar. Þetta er allt sem við höfum. Og þetta er allt sem allir aðrir í heiminum hafa - eða hafa ekki lengur. Sjötíu ára sumarfríinu frá sögunni er hér með lokið. Spennið beltin

Fyrri færsla

Breskt þorskastríð í uppsiglingu?


Bloggfærslur 21. apríl 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband