Leita í fréttum mbl.is

Af hverju skutu Rússar ekki Tomahawk eldflaugarnar niður? [u]

Heimildarmynd: Lífið um borð í CVN70, USS Carl Vinson, fyrir 20 árum síðan. Takið eftir viðbúnaðinum þegar siglt er í gegnum ófriðarsvæði. Flugmenn látnir bíða klárir í sætum flugvéla á flugdekkinu allan sólarhringinn. Eldflaugaárásir á bandarísk herskip á alþjóðlegum siglingaleiðum eru því sem næst daglegt brauð á fimmta flotasvæðinu núna

*****

Ef marka má það sem sagt er svo víða í fjölmiðlum veraldar, þá ætti það ekki að hafa verið mikið mál fyrir Rússa að skjóta Tomahawk-flaugar Bandaríkjanna niður áður en þær hæfðu skotmarkið í Sýrlandi. Loftvarnar-batterí Rússa á að vera það gott

En hvað var að? Bandaríkin höfðu látið Rússa vita með 60 mínútna fyrirvara hvað væri í þann mund að gerast og hvar. Rússar hefðu getað undirbúið sig og skotið bandarísku flaugarnar niður. Hvers vegna gerðu þeir það ekki, fyrst þetta var svona illa gert af Bandaríkjamönnum að eyðileggja eitt af þessum efnavopnabúrum Assads Sýrlandsforseta og sem Rússar sögðu að væru ekki til

Satt að segja held ég að Rússar hafi verið fegnir, en geti eðli málsins samkvæmt ekki látið fögnuð sinn í ljós. Ég held að þetta hafi komið þeim í opna skjöldu og lamað þá - að þessi efnavopn voru þarna og að kúnninn þeirra, Assad, skyldi hafa farið svona á bak við þá. Ég trúi því frekar en hinu

Rússland hefur gert Bandaríkjunum mikinn greiða með veru sinni í Sýrlandi. Ekki er hægt að halda öðru fram. En hvers vegna eru Rússar þá ekki reiðari en þetta?

En það má ekki gleyma því að engin stórveldi hafa meðhöndlað deilur á eins ábyrgan hátt og Bandaríkin og Rússar. Í Kalda stríðinu voru tilefnin til átaka í þeirri deilu endalaus, en það kom aldrei til þeirra. Engin önnur stórveldi í sögunni hafa meðhöndlað deilur með slíkri ábyrgð og sóma eins og Bandaríkin og Rússland (Sovétríkin) gerðu þá. Það er hins vegar ekki hægt að segja slíkt hið sama um villimennina á meginlandi Evrópu. Þeir hafa aldrei sýnt slíka ábyrgð, eins og nú þegar má sjá á nýjustu hönnun þeirra; þ.e. á tortímingar-myntbandalagi Evrópusambandsins, sem er að rífa meginlandið í tætlur. Það fyrirbæri er ný útgáfa af villimennsku meginlandsins

Uppfært:

Háttsettur opinber bandarískur aðili segir nú að Pentagon trúi því að Rússar hafi vitað fyrirfram um efnavopnaárásina sem drap 70 borgara, segir í nýrri frétt AP-fréttastofunnar. Segir fréttin að Rússar hafi vitað um að þessi efnavopnaárás stæði fyrir dyrum, en engar vísbendingar eru hins vegar um þátttöku Rússa í henni. En Rússar áttu að hafa tekið þátt í að eyðileggja efnavopnabirgðir Sýrlands á árinu 2014. Donald J. Trump og Theresa May töluðu saman í síma í gær og sammæltust um að reyna að tala Rússa á að draga til baka verndarhöndina yfir Assad-ríkisstjórn Sýrlands

Persónulega efast ég þó um að Rússar geri það, því þeir þurfa á útlendum óvinum að halda til að þjappa þjóðinni saman að baki rússneska forsetanum. Rússland er vissulega hernaðarlegt stórveldi, en það hefur einungis heimshluta-áhrifavald. Landið hefur ekki lengur heimsáhrif. Þannig áhrifavald er ekki lengur til heimilis á landmassa Evrópu né heldur Asíu. Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 eru Bandaríkin eina veldið sem hefur heimsáhrif. Þar með lauk 500 ára heimsáhrifum Evrópu. En jafnvel heims-áhrifavald Bandaríkjanna lýtur takmörkunum

Í september árið 2007 eyðilagði flugher Ísraels kjarnorkuvopna samvinnustöðvar Assads forseta og Norður-Kóreu í austanverðu Sýrlandi, með Orchard-aðgerðinni. Sú kjarnorkuvopnasmíðastöð hafði þá verið fimm ár í smíðum. Leyniþjónusta Ísraels fann hana og lofher þeirra lagði stöðina skilvirkt í rúst

En kannski, og bara kannski, verður þetta til þess að Donald J. Trump fái að tala við og hitta Vladimir Pútín án þess að bandaríska pressan og stjórnlaus þunglyndisflokkur Demókrata tapi geðheilsunni, kasti viti sínu fyrir björg og sjálfum sér í harakírí á Rússagrýlukertin. Það er frekar tímafrekt verk að þurfa að senda símanúmerið til samskipta á milli forsetanna með Tomahawk-eldflaugum niður í þriðja land

Fyrri færsla

Mjög slæmur dagur fyrir Rússland í Sýrlandi


Bloggfærslur 10. apríl 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband