Leita í fréttum mbl.is

Ísland: heimsmethafi í hagvexti

Hagvöxtur á Íslandi 3.fj 2015 og 2016. Skjáskot af vef Trading Economics

Mynd: skjáskot af vef Trading Economics. Nánar: Hagstofa Íslands

Maður getur nú ekki annað en brosað út í annað að þessum græna bletti þarna efst til vinstri á myndinni. Já, ég hef oft sagt að Ísland sé að mörgu leyti nýmarkaðsland (e. emerging economy). En að þetta sé svona eins og þarna á myndinni fær mig til að brosa ansi breitt út í bæði. Af 196 löndum sem þeir hjá Trading Economics fylgjast með, þá erum við ansi nýmarkaðsleg þegar að hagvexti á milli þriðju ársfjórðunga 2015 og 2016 kemur, eins og er. Þetta er ein birtingamynd fullveldis Íslands í peningamálum sem og öðrum málum okkar. Þetta er ekki finnska leiðið í fjöldagrafreit evrunnar þar sem ESB-aðild er að gera Finnland að Grikklandi norðursins - þið munið, "Kúba norðursins"

A chronically depressed economy, rising unemployment and an aversion to free-market reforms. Sound like a familiar European tale? But it’s not Greece, Spain or Portugal. It’s Finland,- Lars Christensen

Þetta er hvorki meira né minna en heimsmeti í hagvexti hjá Íslandi. Mín spá fyrir síðasta ár í heild er 7 prósent hagvöxtur. Og samt er verðbólgan ekki nema eins og svona um það bil tvö prósent. Margt spilar þar inn, innlent og erlent, en samt grenja hagsmunasamtök. Og samt grenja menn á lækkun stýrivaxta! Flestir með tvö prósent af heilafrumu verðbólguþekkingar vita hvað það myndi þýða. En samt er grenjað. Og samt grenjar stjórnarandstaðan (hún er andstæð stjórn) og hagar sér eins og apaflokkur í furðutré

Engir vitar engar brýrÞað er heldur ekkert við því að segja að vegamál á Íslandi séu eins og þau eru. Það er bara ofur eðlilegt. Við erum með eitt stærsta vegakerfi í heimi á hvern skattgreiðanda, og vegakerfið okkar er, þrátt fyrir allt, fallegt og snoturt kraftaverk fullvalda þjóðar. Það þarf að nálgast vegamálin á annan hátt en með heimtufrekju og sífellt nýrri og meiri skattlagningu. Þetta er mál sem öll þjóðin og digrir sjóðir hennar eiga að líta á með þeim augum sem gert var þegar þjóðin lokaði hringnum. Ég myndi kaupa skuldabréf í þannig fjárfestingu. Hafa ber í huga að þjóðvegakerfi Bandaríkjanna milli fylkja er stærsta einstaka opinbera framkvæmd mannkynssögunnar

Við erum ennþá nýmarkaðsland og það á eftir að gera margt og mikið hér heima hjá okkur. Þetta er svona vegna þess að við urðum svo seint frjáls þjóð í eigin landi. Við fengum sjálfstæði fyrir aðeins 73 árum síðan. En þessu vilja þeir sem hæst öskra sem apar í trjám, henda í ruslið og gerast aumingjar í Húsi fjötra Evrópusambandsins. Gerast þrælar á ný. Og samt kom hin brosandi bóla á rassi Þýskalans hingað í heimsókn í formi Uffe Ellemans-Jensen og sagði örvita íslenskum ESB-sinnum að eina leiðin út úr sambandinu, án kjarnorkuvopna, væri ekki til, nema sem liðið lík. Hann veit þetta, en þorir ekki að segja það. Hann er búinn að selja sambandinu sál sína og getur ekki bakkað nema með harakiri

Eins og margir vita þá hef ég lengi sagt að við eigum að taka upp alvöru byggðastefnu á Íslandi, þar sem launatengd gjöld lækka því fjær sem dregur höfuðborgarsvæðinu. En nú er ég kominn í efa um þetta mál, því varla getur Ísland fengið sterkari byggðastefnu en hina vinstrisinnuðu borgarstjórn Reykjavíkur. Borgríki vinstrimanna er svo öflugt að ég er kominn í efa

Svo þarf að reka yfirstjórn Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur (sjá hér, takk Styrmir!) og halda áfram að borga niður skuldir ríkissjóðs og þá lækka skatta, og svo útvega fleiri tré fyrir apabörn vinstisins til að brjálast í vegna framfara. Og já, lyga- og blekkingaherferðar- þingmaður Viðreisnar í formi formanns utanríkismálanefndar Alþingis Íslendinga, þarf líka að reka úr þeirri stöðu. Hún er undir eið og er ekki almennur borgari. Hún á að vita það. Þetta má hún ekki gera í þeirri trúnaðarstöðu sem henni er trúað fyrir. Svona moldvörpustarf má ekki líða

Áfram Bjarni Benediktsson! Rektu hana ásamt yfirstjórn Landsvirkjunar!

Fyrri færsla

Evrópa þolir ekki Þýskaland


Bloggfærslur 8. mars 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband