Leita í fréttum mbl.is

Skálum þrefalt fyrir Bretlandi. Útgangan hafin!

Fyrirlestur Yoram Hazony: Byggður á ritgerð hans: "Nationalism and the Future of Western Freedom", sem birtist fyrst í Jerúsalembréfi Hazony síðasta haust

Þeir sem geta ekki skálað þrefalt fyrir útgöngu Bretlands af Evrópusambandsríkinu, eiga það sameiginlegt að geta nú orðið hvorki skálað fyrir þjóðfrelsinu né fagnað því. Það styttist í að þeir fari að gráta á 17. júní, skæla þann 4. júlí og að vola 14. júlí, ár hvert. Þessir eru heimsveldissinnar (e. universal imperialists). Þeir eru hinir ófrjálslyndu því þeir aðhyllast ófrelsið. Þeir dýrka fánaborgir heimsveldisins og eru að byrja að skammast sín fyrir þjóðfána sinn. Þeir vita því miður ekki enn hversu glataðir þeir eru

Ég skála fyrir Bretlandi, því þeir hafa valið sjálfstæðið og þjóðfrelsið. Ég er Íhaldsmaður með stórum staf og þjóðernissinni, og það er ég vegna þess að í gamla daga voru hinir raunverulega frjálslyndu alltaf þjóðernissinnar (e. nationalists). Það þótti merki um góðan og göfugan málstað að vera þjóðernissinni: þ.e. að aðhyllast þjóðfrelsið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða og að fyrirlíta heimsveldi og þrælaríki. Ég fyrirlít Evrópusambandið. Það er orðið þrælabúðir þjóðanna og Hús fjötranna

Á myndbandinu má hlýða á Yoram Hazony, sem er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda á okkar tímum. Honum hef ég fylgst með í mörg ár og sérstaklega skrifum hans um þjóðríkið og heimsveldið. Það var breski hagfræðingurinn Bernard Connolly sem benti mér á Hazony

Hér að ofan fjallar Hazony um Brexit og hvað læra má af sögunni um það þegar sameina á fjögur horn veraldar til að skapa til dæmis Evrópusamband sem bjarga á hinu og þessu. Þannig heimsveldi byrja alltaf eins, og enda alltaf á sama hátt: sem hús fjörtanna

Húrra og skál fyrir Bretlandi. Þetta er dagur til fagnaðar. Bráðum verður nefnilega bannað að segja sig úr ESB

Krækja: Ritgerð Yoram Hazony um frelsi Vesturlanda, haust 2016 (Mosaic)

Fyrri færsla

Meginland Evrópu læst fast í fortíðinni


mbl.is Formlegt útgönguferli hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband