Leita í fréttum mbl.is

Donald J. Trump segir "Deep State" stríð á hendur

Myndskeið: Donald J. Trump undirritar stríðsyfirlýsingu

Í Bandaríkjunum hefur undanfarið skapast mikil umræða um það sem þeir vestanhafs kalla "Deep State" eða hin djúpt ráðandi öfl. Og er þá átt við ókjörin öfl sem í reynd og leynd séu hin ráðandi öfl í landinu. Þetta gerist einmitt núna í kjölfar þeirrar andspyrnu og skemmdarverka sem unnið er daglega að gegn þjóðkjörnum forseta Bandaríkjanna, sem neitar að haga sér eins og sá maður sem embættismenn og diplómatar elska, þ.e. sem "statesman" á borð við Jacques Chirac sem gerði ekkert sem sett gat neitt úr algerri kyrrstöðu, sem svoleiðis fólk á opinberum launum elskar heitt

Umræðan um þetta mál vestanhafs geisar núna, og manna á milli er daglega giskað á hver séu þessi leyndu og ókjörnu ráðandi öfl. Hvaða stofnanir og hvaða menn hverra stofnana og hagsmunasamtaka ráða í reynd landinu

Þessi umræða er á villigötum, því þetta "deep state" er ekki leynd öfl. Þau eru einfaldlega hinir opinberu starfsmenn ríkisins og bara þeir og engir aðrir. Þeir eru hið ráðandi afl sem átt er við og þau eru alls ekki leynd. En hegðun þeirra, lekar, skemmdarverk, moldvörp, vörusvik og prettir eru þó falin augum þess almennings sem ætlast til að þessir opinberu starfsmenn hlýði forsetanum sem einmitt hinn sami almenningur kaus. Forsetinn er yfirmaður hinna opinberu starfsmanna og þeir eru þarna til að framkvæmda stefnu hans og bara hans, en ekki sína eigin

Í stuttu máli þá er þetta ráðandi afl sjálft stjórnkerfið og stjórnsýslan í einum pakka. Hún hefur öðlast sitt eigið líf og neitar að láta ólögmætu valdafíknina af sér renna og hún neitar gegna starfi sínu sem þjónar forsetans. En til þess var þetta batterí stofnað. Efst á lista Steve Bannons sem er einn helsti strateg forsetans, er því að rífa hið "aðmínistratíva ríki" Bandaríkjanna í tætlur. Að kála "deep state"

Áður fyrr voru allir opinberir starfsmenn reknir í hvert skipti sem nýr forseti Bandaríkjanna settist í embættið. Hann kom með sína eigin starfsmenn og þeir sáu um að þjóna forsetanum og stefnu hans, en ekki sjálfum sér. En svo kom maður með hugmynd frá Evrópu og hún gekk út á að skilja á milli þeirra sem unnu það sem hann kallaði "ópólitískt opinbert starf" og hins vegar þeirra sem unnu að þeim pólitísku málefnum sem forsetinn var kjörinn til að framkvæma

Þetta voru greinilega slæm mistök, eins og sést vel vestanhafs og enn betur hér heima, en sér í lagi á truntunni stóru; sjálfum sovétríkjum Evrópusambandsins

Fyrri færsla

Betra að endurskoða heilbúskap Viðreisnar en "peningastefnuna"


Bloggfærslur 16. mars 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband