Leita í fréttum mbl.is

Ísland herðir hengingarólina um háls lýðveldis síns

Hvert eitt skref til viðbótar í þá röngu óvestlægu átt sem leitt hefur heiminn inn í þá stöðu sem hann er að verða kominn í, er nú um daga tekið án þess að hugsa sig um. Síðustu tvö þeirra skrefa hér á landi voru tekin með allt bundið fyrir augun inn í AIIB fjárfestingabanka fyrir Asíu, og með þvagláti þingmanna á Alþingi Íslendinga, svo fátt eitt vont sé nefnt

Í fimm þúsund ár var litli maðurinn lokaður inni í búri elíta. Í 300 ár hefur hann verið nokkuð frjáls og óhlekkjaður, þökk sé Gamla testamentinu, kristnum þjóðkirkjum og bresku iðnbyltignunni

Það var sturlun að stofna Evrópusambandið. Það var sannarlega sturlun. Og það var sturlun að stofna til alþjóðavæðingar sem vann ekki fyrir litla manninn, heldur sem vann gegn honum. Alþjóðavæðingin er öfug bresk iðnbylting og Tóma testamentið. Hún er gerræðislega skaðleg litla manninum. Hún er steypustöð ömurleikans eins og hún er

Og það var svo sannarlega sturlun að standa í ræðustól lýðveldisins og kasta þar af sér þvagi yfir "the last best hope of earth"

Ég hef ekki rjúkandi sönnunargögnin enn. En þetta hefur alla burði til að fara afar illa. Já, afar illa

Fyrri færsla

Sáttmálaörkinni frá 1941 svarinn eiður í Hvíta húsinu


Bloggfærslur 3. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband