Leita í fréttum mbl.is

Horfið á það, í gærkvöldi, sem er að gerast í Svíþjóð, sagði Donald Trump

Á ritmáli hefði þetta verið skrifað svona. "Sáuð þið í gærkvöldi það sem er að gerast í Svíþjóð. Þeir tóku á móti stórum fjölda fólks og eru að upplifa vandamál sem enginn hélt að gætu orðið svona slæm. Hver hefði trúað því að þetta væri að gerast þar. Í Svíþjóð, af öllum löndum."

"you look at what is happening, last night, in Sweden. Sweden, who would believe this? Sweden. They took in large numbers. They are having problems like they never thought possible," Trump said.

Þarna er forsetinn að vísa í það sem sýnt var kvöldið áður í Fox sjónvarpsfréttum um þau hörmulegu vandamál sem geisa í Svíþjóð, vegna þess fólks sem Angela Merkel, keisari Evrópusambandsins, hefur skolað af sér upp á skattakerfi Svíþjóðar. Drekkja átti sænsku þjóðinni með fullum vilja, að því er virðist. Sjá Fox-útsendinguna hér hjá Gústafi

Takk Jón Valur fyrir að útskýra það sem fjölmiðlarar létu hjá líða að útskýra, og að segja þar með rétt og satt frá um þetta mál. Héðan í frá mun ég varla nenna að lesa né hlusta á það sem þeir hafa að segja um flest, og sérstaklega ekki um Donald Trump. Ég mun jafnvel taka veðurfréttum þeirra með auknum fyrirvara. En þetta er ég náttúrlega fyrir löngu byrjaður að gera. En maður fellur stundum fyrir freistingunni að trúa þeim - vegna eigin leti. Og sjaldan trúi ég neinu sem kemur í DDRÚV, en samt er ég látinn borga fyrir það

Ég er orðinn þreyttur á að þurfa að láta mér bregða að óþörfu. Barnablaðsmaður Morgunblaðsins á barnavaktinni hefði betur látið ógert að trúa því sem hann les í öðrum fjölmiðlum en sínum eigin. Þeim er ekki treystandi. Hann hefði átt að lesa sjálfan sig fyrst, þ.e. að rannsaka málið. Það er hlutverk blaðamanna: að vera "trúir blaðamennskunni" en ekki pólitískum málstað - og sem þar fyrir utan, í þessu tilfelli, er gersamlega vonlaus - því allir sjá hvað er að gerast

Stormi dagsins í tómu vatnsglasi er hér með lokið. Sumir vita kannski enn að stormur á dönsku er stormende kuling og strong gale á ensku. Miklu miklu minna en rok, sem er storm á ensku og dönsku

Fyrri færsla

A mess, a mess


A mess, a mess

Hver annar getur sagt þetta eins og það er. Enginn nema Donald J. Trump, greinilega. Fund hans með stjórnarandstöðuhreyfingu ókjörinna fjölmiðla má sjá hér

Fjölmiðlar hafa eyðilagt sig sjálfir. Fólk er hætt að trúa því sem kemur fram í flestum fjölmiðlum. Þetta er slæm staða. En hún er ekki fólkinu að kenna og hún er ekki Donald Trump að kenna

Trump sagði frá því í gær að Lincoln, Jackson og Jefferson hefðu haft horn í síðu fjölmiðla. Og á Jefferson að hafa sagt að loksins þegar sannleikurinn kemur réttur fram í fjölmiðlum, þá er honum ekki trúað vegna þess hversu illa þefjandi sendiboðinn er, þ.e. fjölmiðlarnir sem loksins flytja hann

Um það bil átta af hverjum tíu blaðamönnum eru vinstrisinnaðir. Á DDRÚV er hlutallið sennilega fullkomið vinstrisinnað skoðanaalræði og einhliða heilaþvottur.

Írinn David McWilliams segir að Donald Trump sé að taka Uber á "Washington Insider" veldið og sé það liður hans í efna kosningaloforðið um að ræsta þar út (e. drain the swamp). Hann snýr sér beint til fólksins og fer framhjá veldi þeirra sem ef til vill má kalla "vér einir vitum"

Styrmir Gunnarsson sagði frá því í vikunni að framkoma Evrópusambandsins við Bretland sé farin að minna á nýlendukúgun, eða jafnvel fjárkúgun. Þetta er alveg rétt hjá honum og það er einnig hárrétt hjá honum að sérhver snerting við veldi Evrópusambandsmanna er skaðleg

Þetta minnir mig á að Emmanuel Macron er að lenda í vandræðum í Frakklandi vegna einmitt þess sem Styrmir minnist á, þ.e. nýlendustefnu (e. colonialism). Í kosningabaráttunni hefur Macron tekið upp á því að reyna að fjölga atkvæðum sínum með því að segja, "nýlendustefna er glæpur gegn mannkyninu". Frakkar taka því eðlilega illa að svo einhliða sé fjallað um fortíð landsins

Þetta fékk mig til að hugsa sem svo að frú Marine Le Pen, sem er ekki heimsk og sem kann líka að lesa, muni því koma með það að "Evrópusambandið er glæpur gegn mannkyninu". En Macron styður sambandið. Lítið annað er hægt að lesa út úr nýjustu skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um Grikkland. Þar er Evrópusambandið að setja heimsmet í efnahagslegri misþyrmingu á nokkurri þjóð í manns minnum og fer Þýskaland þar fremst í aðfararbroddi

Þetta voru mínir fimm aurar

Fyrri færsla

Sukkbergið Facebook og múrinn


Bloggfærslur 19. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband