Leita í fréttum mbl.is

Afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta

Furðulegar fréttir berast af afsögn Michael T. Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa forsetaembættisins. Flynn er fyrrum yfirmaður upplýsinga- og leyniþjónusta bandaríska hersins og snýr sú þjónusta að heiminum utan landamæra Bandaríkjanna. Flynn gagnrýndi stefnu bandaríska hersins varðandi stefnumörkun gagnvart þeim óvini sem Bandaríkin hafa staðið í styrjöld við í 15 ár: ISIS og íslam og í reynd allar útgáfur íslam. Ofboðslega margir gleyma því að Bandaríkin heyja styrjöld. Hún er sú lengsta í sögu landsins

Flynn sagði að þeir sem mótað hefðu stefnuna gegn óvinunum gerðu sér rangar hugmyndir um hið sanna eðli hans. Leita mætti frekar upplýsinga og dýpri þekkingar á óvininum í bókum og fræðiritum, en í höfðum þess lifandi hluta hans sem borað væri í. Fyrir þetta vék Obama honum burt

Engin hætta er á að Flynn hafi ekki þekkt öll lög og allrar reglur um allt í sambandi við umgengni við alla óvini og vini Bandaríkjanna. Lítil hætta er á að hann hafi gert neitt sem brýtur í bága við lög og reglur að neinu leyti

Það sem hins vegar hefur gerst er að stefnumörkunarálit varnarmálaráðherrans og utanríkisráðherrans og hins vegar þjóðaröryggisráðgjafans stangast á. Og svo það að Flynn hefur líklega verið kominn með stefnu í varnarmálum upp á skotpall, áður en samkomulag um heildstæði hennar hafi getað náð að myndast í ríkisstjórn Trumps. Donald Trump er þekktur fyrir trygglyndi við sína menn. Hraðinn í heild er ef til vill of mikill, eða þá að Flynn hefur farið of hratt upp á sitt einsdæmi

Flynn var sennilega kominn framúr hinum með framkvæmd stefnu, og þegar þeir uppgötva það þá eru þetta afleiðingarnar. Um er því að ræða ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur ekkert með Rússa að gera, frekar en Siggu Jóns. Öll valdaskiptateymi í Bandaríkjunum hefja samskipti við þau erlendu ríki og aðila sem þau þurfa að hafa samband við, áður en í embættin er komið. Þessi óformlegu samskipti hefjast strax eftir kosningar og jafnvel fyrir þær, eins og þegar teymi Reagans var komið í samband við Teheran vegna gíslatökumálsins, fyrir kosningar. Þetta er gert svona og hefur ávallt verið gert svona til þess að nýja ríkisstjórnar-teymið mæti frá fyrsta vinnudegi verkefnum embættisins á fullum vinnuhraða 

Ekkert er að marka það sem flokkleiðtogar þingsins segja um málið. Hægt væri að tala um málið við karlinn í tunglinu og fá réttari niðurstöðu, en með því að hlusta á þingmenn tjá sig um það. Og enn minni botn er hægt að fá í málið með aðstoð fjölmiðla, því þeir eru að mestu orðnir ein samfelld pólitísk hreyfing, og það eiga þeir alls ekki að vera

Restin er gas og DDRÚV

Fyrri færsla

Evrópusambandið verður að tryggja að Bretland skaddist


Evrópusambandið verður að tryggja að Bretland skaddist

Evrópusambandið verður að tryggja að Bretland sé verr sett þegar það yfirgefur sambandið, allt annað er uppgjafaryfirlýsing að hálfu Evrópusambandsins

"EU må sikre, at Storbritannien er i en dårligere situation, når landet forlader unionen, ellers ville det være en falliterklæring, siger Østrigs kansler"

Þetta sagði kanslari Austurríkis, Christian Kern, við blaðamenn í Brussel í gær. Meðlimir í klúbb eiga að hafa það betra en þeir sem eru ekki meðlimir í honum. Bretland verður að gera sér grein fyrir því að ekkert annað en þetta getur komið út úr brottför landsins úr Evrópusambandinu, sagði kanslarinn

Þá vitum við það. Þá vitum við hver hinn sameiginlegi nefnari er sem skilgreinir Evrópusambandið. Sá lægsti. Þeir sem yfirgefa fangabúðirnar lifandi, þá verður að limlesta. ESB er sem sagt gúlag

Krækjur: Berlingske - Independent - Bloomberg, þar má einnig horfa á Dombrovskis trúð ESB-gúlagsins blaðra á gúlögsku. Að þetta ESB stóð skuli líðast enn, er til marks um það sem í vændum er fyrir Evrópu. Óveðursskýin hrannast upp yfir meginlandi álfunnar

- Berlingske 14. febrúar 2017 -

Østrigs kansler: EU må sikre, at Storbritannien bliver dårligere stillet af Brexit:
EU må sikre, at Storbritannien er i en dårligere situation, når landet forlader unionen, ellers ville det være en "falliterklæring", siger Østrigs kansler. Medlemmer af en klub skal have bedre vilkår end dem, der ikke er medlem af klubben - vores britiske venner skal være opmærksomme på, at der ikke kan komme andet udfald af disse forhandlinger, sagde Christian Kern til reportere i Bruxelles mandag. "Alt andet ville være en falliterklæring af Europa."

Fyrri færsla

Eitt-Kína - eða hvað?


Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband