Leita í fréttum mbl.is

Flóttaleið úr Evrópusambandinu opnast

Fyrst er það hið leiðinlega og skammarlega; Það er runnið upp fyrir mér að utanríkisráðherra Íslands er bara fésbókhaldari. Og að forsætisráðherrann okkar hefur ekki stjórn á því sem hann á að hafa stjórn á. Þetta er leiðinlegt og skammarlegt. Ég skammast mín fyrir hönd Íslands og ríkisstjórnarinnar. Til hvers var ég að kjósa ykkur? Það skil ég lítið í þessa dagana. Út vellur ruglið og inn veltur dópið og lögleysan um hafnir landsins, og hver veit hvað vellur inn um EES-svartholið frá Evrópu. Traust mitt til ykkar hefur minnkað. Það versta er að þetta virðist ekki vera undantekningarástand eins og það sem varir enn í Frakklandi, heldur bara venjuleg skrílslæti á æðstu stöðum lýðveldis okkar, sem Bandaríkjamenn viðurkenndu fyrstir allra. Takið ykkur vinsamlegast á ef við eigum að þola og halda ykkur uppi

En svo er það hið góða; Á minna en viku hefur forseta Bandaríkjanna tekist að reka fleyg niður um kokið og til botns Evrópusambandsins. Á botni þess voru illvirkjar að semja áætlanir fyrir útgöngustyrjöld ESB gegn Stóra Bretlandi. Donald J. Trump hefur á minna en viku séð til þess að Evrópusambandið þorir ekki að snerta hár á höfði Bretlands. Og hann hefur í leiðinni rekið fleyginn svo rækilega niður í elítusvað Evrópusambandsins, að þau lönd sem eru komin með krónískt ofnæmi fyrir þýskri Evrópu, eins og frú Thatcher varaði við, já þau eygja nú von sem þau höfðu ekki áður. Að mögulegt sé ef til vill með vernd Bandaríkjanna að losna úr ESB-hryllingnum. Að gamall vinur sé þrátt fyrir allt ennþá til

Þetta var ein vika. Haldið þið þarna á þingi að þið getið ef til vill hagað ykkur sæmilega í eina viku? Og látið nú dómarann í friði

Fyrri færsla

Gengur Donald J. Trump í skrokk á Þýskalandi?


Bloggfærslur 1. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband