Leita í fréttum mbl.is

100 ár þjáninga: Líktu kommúnismanum við íslam

Vinstri grænir - leshringur um marx-lenínisma 22 mars 2012

Mynd: Ísland, mars 2012: Vinstri grænir boðuðu til leshrings um Marx-Lenínisma. Er þetta lið stjórntækt? Þarna var það það ekki

****

Bent Jensen sagnfræðingur í Danmörku hefur í tilefni 100 ára afmælis rússnesku byltingarinnar, gefið út bók sem ber titilinn: Ruslands Undergang - Revolutioner og sammenbrud 1917-1921 (Síðustu dagar Rússlands - byltingar og sundurliðun)

Bent segir að samtímamenn komu fljótlega auga á hversu margt var líkt með kommúnismanum sem þá komst til valda, og íslam. Eins og íslam var kommúnismanum ekki ætlað að vera bara ríkisstjórn í einu landi, heldur átti hann að gleypa allan heiminn og skapa nýja veröld. Breski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Bertrand Russell sagði á þessum tíma að "kommúnisminn er ekki bara pólitísk sannfæring, hann er líka trú með trúarsetningar og heilagar ritningar". Karl Marx var spámaður þessarar trúar og í ritningum hans var hinn opinberandi og óumbreytanlegi sannleikur, sem hvorki mátti ræða né efast um. Leiðtogar kommúnistaflokksins héldu öll árin því fram að þeir og aðeins þeir, héldu á vísindalega sönnuðum sannleika sem engum leyfðist að efast um. Bentu athugulir samtímamenn þannig á hversu kommúnisminn líktist íslam, þarna í byrjun tuttugustu aldar

Gáfumenn á Vesturlöndum krupu í háskólum sínum, menntastofnunum og hreyfingum á kné fyrir kommúnismanum og tilbáðu hann úr fjarlægð og jafnvel í návígi. Háskólar vorra daga eru jafnvel enn stútfullir af stækum kommúnisma og hroka gáfumennasamfélags. Þeir klæða sig jafnvel samkvæmt kommúnistatrú og þeir búa oft samkvæmt trúnni. Og blaðamenn ríkisfjölmiðla, samkvæmt rannsóknum, eru mannaðir vofurauðum blaðamönnum í hlutfallinu 8 af hverjum 10. Ríkisútvarpið er sennilega sterkasta og best fjármagnaða sundrungaraflið sem til er á Íslandi í dag

Danskir sósíalistar, til dæmis Socialistisk Folkeparti (SF) sem er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi, tilbáðu því sem næst kommúnismann úr verndaðri fjarlægð og sagði formaður flokksins, Gert Petersen, svo seint sem á níunda áratug síðustu aldar, að "við gætum lært margt af Lenín". En Holger K. Nielsen sem tók við af Gert Pedersen 1991 og var formaður flokksins fram til 2005, segir hins vegar í blaðagrein í Weekendavisen 8. september 2017, þ.e. núna um daginn, að: "rússneska byltingin var harmleikur og stærsti og versti hryllingur 20. aldarinnar. Afleiðingar hennar voru milljónir manna drepnir og risavaxið kerfi fangabúða [...] kommúnisminn hafði sögulega stærri afleiðingar en nasisminn [...] Og maður verður að segja það algerlega hrein út, að það hefði verið betra ef bylting kommúnista fyrir hundrað árum hefði mistekist. Þarna gerir Holger hreint fyrir sínum dyrum, svo um munar. En sem sitjandi formmaður hefði hann varla getað skúrað hreint í bara einu horni SF. Sumt er nefnilega algerlega ólæknandi

En Rússland er ekki það sama og Sovétríkin, bendir Bent Jensen réttilega á

100 ár – 100 milljónir (HHG)

Fyrri færsla

Spánn er smækkuð mynd af ástandinu í Evrópusambandinu


Bloggfærslur 7. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband