Leita í fréttum mbl.is

Bretland ekki með í komandi eignarnámi evrulanda

Fréttir úr skipasmíðastöð evrumanna

Hugveitan France Stratégie sem er á vegum forsætisráðherra-embættis Frakklands, leggur nú til að skuldavandi ríkisstjórna evru-landa verði leystur með eignarnámi. Vandinn sem evran hefur skapað er að vísu ekki eins hroðalegur og krafðist blóðugrar byltingar 1789 (með greinilega engum árangri => einveldið komið aftur sem kóngur-esb og drottning-evra), en hann kallar samt á sömu verkfærin til að leysa hann, segir Jean-Marc Vittori á Les Echoes. Aðferðafræðin sem lögð er til er ekki sú sama og viðhöfð var í frönsku byltingunni, þar sem eignir kirkjunnar voru að mestu gerðar upptækar. Þær eignir er að sjálfsögðu ekki hægt að taka eignarnámi tvisvar, þó svo að franska ríkið hafi brennt þeim flestum af með sósíalisma og þurfi nú meira. Í staðinn leggur forsætisráðherraembættið til að eignarlóðir og eignarland með byggingum almennings á, séu teknar eignarnámi og þeir sem eigi húsin, íbúðirnar og byggingarnar sem standa á þeim séu framvegis látnir borga leigu fyrir landið sem tekið var af þeim og sem byggingarnar standa á. Þær "tekjur" á síðan að nota til að leysa þann vanda sem evran hefur skapað. Eða svo er okkur sagt. Þar sem ekki er hægt að flytja hús, íbúðir, bóndabæi og aðrar byggingar almennings og fyrirtækja, eru "leigutekjur" þessar álitnar tryggar. Það er ekki að ástæðulausu að orðið fasteign á frönsku er immobilier (föst eign sem ekkert hægt er að flýja með)

Önnur hugmynd franska forsætisráðherraembættisins til að leysa skuldavanda evrusvæðis, er að prenta nýja evruseðla til að borga skuldir evru-ríkjanna. ECB-seðlabankanum yrði falið að framleiða peninga til að leysa með þeim til sín útistandandi ríkisskuldabréf sem borgarar og fjárfestar hafa keypt fyrir með evrum sem gerðar yrðu verðlausar. Þannig væri hægt að brenna skuldir ríkisstjórna á evrusvæðinu niður með eignabruna, þ.e. verðbólgu

Þetta er ekki svo vitlaus vitlaus hugmynd því þetta var einu sinni gert hér á Íslandi og víðar með verðbólgu. En frá og með 2008 hefur ECB-seðlabanki evru beitt annarri aðferð sem nefnist fjárkúgun. Vextir eru hafðir svo lágir að vonlaust er að ávaxta sparifé. Með því er hlutur heimilanna í landsframleiðslunni gerður minni og sparnaður almennings fluttur yfir til fyrirtækja og hins opinbera. Hagfræðingurinn Michael Pettis kom inn á þetta í Aplhachat podkasti um daginn og hann kemur einnig inn á þetta í fyrirlestri sem hann hélt á hinum gamla vinnustað Alberts Einstein; þ.e. Institute for Advanced Study Princetonháskólans í New Jersey í Bandaríkjunum.

Podkast1: Michael Pettis on the mechanics and politics of trade (framework).
Podkast2. Michael Pettis on the Chinese economy (fríverslun).
Einnig hægt að finna á iTunes Podcast: hluti 1 og hluti 2 og útskrift.
Fyrirlestur Pettis í Princenton á YouTube (mörg áhugaverð dæmi).

Ekki kæmi mér á óvart ef Pettis fengi Nóbelsverðlaunin í hagfræði innan skamms vegna rannsókna hans á sparnaðar-fjárfestingamálum hagkerfa undir alþjóðavæðingu og sérstaklega svo kallaðri "frí-verslun", sem auðvitað er ekki til. Þarna eru virkilega áhugaverðar staðreyndir sem hann leggur fram og sem ógerningur var að komast að fyrir tíma alþjóðavæðingar

En fjárkúgun og eignaupptaka eru hugmyndir sem vinstriflokkum Íslands eru afar hugleiknar. Eitt allsherjar áhlaup á allar eignir -bæði einka og sameiginlegar- er það sem rætt er um í kosningabaráttunni núna. Áhlaup á lífeyrissjóðina, dulin eignaupptaka með slagorðinu auðlindir í þjóðareign og með frönskum stjórnarskrár-tilburðum byltingarafla (siðrofið sem Björn Bjarnason skrifaði um í gær). Hér á Íslandi var eignarnámi og fjárkúgun aflétt með því að nota verðtyggingu sem svo ætíð síðan hefur stutt undir fjárfestingar í atvinnulífi og hagvexti í þjóðarbúi Íslendinga sem skaffað hefur okkur næstum án undantekninga fulla atvinnu. En fullar heimildir eru fyrir bæði eignarnámi og fjárkúgun í stjórnarskrá Evrópusambandsins, til að tryggja samrunann

Ætla ekki að vera með

Svona hugmyndir eru nær óhugsandi í Bretlandi, sem er það ríki veraldar sem fæddi af sér arfleið Íhaldsmanna, lög, lagaumhverfi og þingræði í þeirra anda til að tryggja það sem hinar heilögu Ritningar Vesturlanda boða. Þetta vita að sjálfsögðu flest meiriháttar fyrirtæki veraldar og hafa því staðsett tvö hundruð alþjóðlegar fjármálastofnanir í lagaumhverfi Íhaldsmanna í Bretlandi

Theresa May hefur nú skrifað opið bréf til allra ríkisborgara annarra ESB-landa í Bretlandi, en þeir sagðir 3 milljón manns að tölu. Þar segist hún ekki geta tryggt þeim þau réttindi sem Bretar munu njóta í landi sínu þegar það fer út úr Evrópusambandinu

Þar segir hún þessum ríkisborgurum ESB-landa að Brusselmenn hafi neitað að koma þeim til aðstoðar með samningum. Hörð-stýfing á burtflognum réttindum þessa fólks stendur því fyrir dyrum og þeim mun að öllum líkindum verða vísað yfir á byltingarsvæði Brusselmanna, til eignarnáms. En það nám er frekar stutt, eða aðeins ein önnum kafin athöfn í eignarnámi

Í Bretlandi eru þess utan meira en ein milljón ólöglegir innflytjendur. Enginn veit hvort þessi tala er rétt eða ekki, en innanríkisráðherrann staðfesti að hún veit ekki hvort talan er rétt, röng, stærri eða minni. Hér á Íslandi vita yfirvöld sennilega ekki heldur hver þessi tala er, af því að þeim hefur af stjórnmálamönnum verið bannað að komast að því, með eftirliti

Aðeins austar

Í austri leitar Þýskaland nýrra öryggisleiða inn í nýjan heim. Frá 1945 til 1989 lifði Þýskaland á náð og miskunn Bandaríkjanna. En frá og með falli Sovétríkjanna hefur Þýskaland að miklu leyti lifað á þeim ríkjum sem því tókst að koma á sporbraut umhverfis sig. Sú geopólitíska sporbraut heitir hinn innri-markaður ESB. Það svæði er jafn mikilægt fyrir Þýskaland eins og þau lönd sem eru varnarsvæði á sporbraut í kringum Rússland. ESB er stuðari eða buffer-zone Þýskalands eins og Úkraína og Hvítarússland og fleiri lönd eru það, fyrir Rússland. Eini munurinn er sá að Rússland sendir peninga út í stuðara sína á meðan Þýskaland mjólkar sín stuðaralönd og býr þannig til miðflóttaafl sem sundrar. Í hugmyndafræðilegri einfeldni hélt Frakkland að það gæti haldið Þýskalandi rólegu með því að gefa því þennan pela. En barnið á brauðfótunum hefur vaxið svo, að það er að brjótast upp úr rimlarúminu. Styttist því í skelfingarástand franskra stjórnmálamanna sem selt hafa frönsku þjóðinni þessa aðferð á hennar kostnað, áratugum saman

Jón Baldvin Hannibalsson veit þetta því hann er að mörgu leyti brilliant maður, fær um að viðurkenna mistök og því ekki sökkva sér sjálfur. En talað getur hann samt ekki við mosavaxna grjótþyrpingu Samfylkingarflokka á þremur hæðum hins svo kallaðs Álfhóls. Hann segir þó óbeint: Hæð númer þrjú er: Skjaldborgarhæðin. Hæð númer tvö er: Skjaldborg-101. Og hæð númer eitt, jarðhæðin: er viðreist tuttugu og sjö helvítisgrjótin sem mynda grasasnahreyfingu Samfylkingarflokka

Fyrri færsla

Kosningafréttir: Samfylkingin í svitabaði


Bloggfærslur 19. október 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband