Leita í fréttum mbl.is

Gengur Donald J. Trump í skrokk á Þýskalandi?

Hagnaðurinn á viðskiptareikningi Þýskalands við umheiminn er nú um það bil sá stærsti í veröldinni. Hann er hvorki meira né minna en næstum því stærri en hagnaður Kína er við umheiminn og sem prósent af landsframleiðslu nálgast hann 9 prósent! Sem þýðir 91 prósent geggjun fyrir flest önnur lönd evrusvæðis

Bandaríska fjármálaráðuneytið setti Þýskaland á sérstakan gátlista í október á síðasta ári. Þetta er listi sem blikkar rauðu í mælaborðinu yfir helstu gengisfalsara og nurlara veraldar. Þar blikkar nú þýska hagkerfið beint framan í andlit hins nýkjörna forseta

Obama gerði minna en lítið í þessu á allri sinni forsetatíð eins og flestu öðru, enda fór hann úr embættinu sem óvinsælli forseti en Nixon var og sem meira að segja sagði af sér. Einungis Ford, Truman og Carter mældust hjá Gallup, á tímabilinu frá 1945 til 20. janúar 2017, óvinsælli forsetar en Obama var í embættinu

Donald Trump þarf að glíma við þennan vanda. Hvað gerir maður við land eins og Þýskaland, sem ríður til veislu á bökum mölbrotinna hagkerfa evrusvæðis. Vanti Þýskaland enn lægra gengi til að styðja við útflutningsfíkn sína, þá kveikir það bara í enn einu evrulandinu í viðbót, evran lækkar bang og út hendast enn fleiri gámar frá höfninni í Hamborg. Þetta veit Donald Trump mjög vel

Á meðan eru mörg hagkerfi á evrusvæðinu að deyja í evrum. Þau eru varanlega löskuð. Það er ekki einu sinni hægt að lána þeim peninga því þau eru ekki lánshæf og fleiri peningar gagnast þeim ekki lengur. Þau geta einfaldlega ekki tekið við þeim því þeir gera ekkert gagn því einkageirinn er í öndunarvél. Meira súrefni kálar honum bara. Einkageirinn er; fyrirtæki og heimili. Þetta er finnska leiðið sem koma skal

Fáir hafa veitt því athygli að kosningabaráttan um brexit og svo kosningabarátta Donalds J. Trump, eru sennilega einu slíkar í manns minnum þar sem baráttan gekk ekki að mestu út á krónur og aura, heldur flest annað. Það eru tímamót og frétt til næsta bæjar, en sem enginn hefur sinnt í geggjunaræðisköstum flestra svo kallaðra "fjölmiðla"

Síðasti ráðherra Bandaríkjanna sem gekk í skrokk á Þýskalandi var James Baker. Donald Trump mun sennilega margfalda hann með tíu og hann gæti einnig látið verða af því að rífa suma afskaplega vonda pappíra í þúsund tætlur. Og svo hefur Donald Trump einnig símanúmerið hjá henni Yellen

Fyrri færsla

"Multilateral" eða fjölþjóðaisminn að renna sitt síðasta skeið


Bloggfærslur 31. janúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband