Leita í fréttum mbl.is

Landgöngulið Donalds Trump fer í bátana

Sagt er að valdaskiptateymi Donalds J. Trump sé við það að stíga um borð í landgönguprammana og hefja innrás í 30 helstu ríkisstofnanir og ráðuneyti lýðveldisins. Fallhlífasveitir forsetans eru þegar lentar á tröppum þessara stofnana og hafa þær myndað brúarhöfuð sem landgönguliðið vinnur út frá

Fallhlífarsveitirnar munu svo afhenda landgönguliðinu lendingarskjöl forsetans, -segir sá sem fengið hefur að sjá eitt slíkt, en þó ekki fengið að lesa í þeim. Sagt er að hvert slíkt skjal sé um það bil 100 blaðsíðna innrásar,- hreinsunar,- og viðgerðaráætlun fyrir hverja einstaka stofnun. Hver stofnun mun fá að vita hverju hún verður að breyta, hvern á að reka og hverja þarf að ráða. Sagt er að lendingarskjöl forsetans séu þess eðlis og svo ítarleg að útilokað sé annað en að mörg ár hafi farið í að búa þau til

Þetta verða því vesturvígstöðvarnar um langan tíma. Fyrir utanaðkomandi aðila mun þetta stríð líta út sem öngþveiti, þar sem fólk kemur fljúgandi út um gluggana og nýtt er sent inn. Hinir utanaðkomandi, pressan og góða kyrrstöðustóðið, munu á meðan segja að forsetanum haldist illa á fólki

Svo virðist sem að lendingarskjölin innihaldi tvö markmið: að breyta ríkisstofnunum sem hafa komið sér upp stofnanamenningu til óbóta. Og að breyta menningu í þeim stofnunum sem reyna að gera það sem þær eiga að gera, en geta það ekki vegna stofnanamenningar sem lamar og hindrar þær í vinna sitt verk

Fyrri færsla

Trump hellir uppnámi á kerfið


Bloggfærslur 23. janúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband