Leita í fréttum mbl.is

ESB hefur ákveðið að endurskirfa skattalöggjöf Írlands

Steve Jobs heimsækir aðalstöðvar Apple í Cork á Írlandi - október 1980

Mynd: Steve Jobs heimsækir aðalstöðvar Apple á Írlandi 1980

Kjörinni ríkisstjórn svo kallaðra kjósenda, svo kölluðu löggjafarvaldi og svo kölluðum lögum á Írlandi, er nú stillt upp til aftöku við múr Evrópusambandsins, og gert skylt að rukka stærsta skattgreiðanda landsins, og heimsins, aukalega um 14,5 miljarða Bandaríkjadali aftur í tímann til jafnvel ársins 1980! Þetta skipar ESB svo kölluðum Írum að gera

Apple hefur skapað 1,5 milljón störf í Evrópu frá því að það setti upp starfsemi sína á Írlandi 1980. Fyrirtækið þráaðist lengst bandarískra tölvuframleiðenda við að flytja hluta af framleiðslu sinni frá Bandaríkjunum til ódýrari landa

Ríkisstjórnin og löggjafinn á Írlandi segir að Apple skuldi írska ríkinu ekki neitt og að fyrirtækið hafi ávallt greitt alla þá skatta sem því ber samkvæmt írskum lögum

Þarf nú svo kallað Írland að leggja sjó undur fót, framhjá Stóra-Bretlandi, til að berjast fyrir lögum landsins, innan kermalarmúra ESB í Brussel. Bænaferð það heitir

Opið bréf Apple til þeirra sem við á í Evrópu, birtist strax eftir niðurstöðu yfir-yfirvalds Írlands í Brussel, á heimasíðu fyrirtækisins: A Message to the Apple Community in Europe

Það er afar sjaldgæft að Bandaríska fjármálaráðuneytið blandi sér í mál af þessum toga. En fyrir nokkrum dögum varaði það íbúa Evrópu og Evrópusambandið við og sagði að ESB, án laga og heimilda, sé að setjast ofan á ríkin sem "yfirríkislegt skattayfirvald" [PDF]

Ó Sovét-ESB, hvar ert þú?

USSE

Nú! þú ert þá þegar komið

- til að drepa bílskúrskapítalismann

Fyrri færsla

Engin "Evrópa" lengur til að tala við


mbl.is Apple þarf að greiða 13 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband