Leita í fréttum mbl.is

Nýi forsetinn Guðni of ungur?

Hann er að minnsta kosti of óreyndur og ef til vill er hann einnig of ungur til að vita að réttarríkið er frumforsenda mannréttinda. Það var réttarríkið sem ól af sér nauðsynleg réttindi handa mönnum

Eyðileggi menn réttarríkið þá hverfur grundvöllur svo kallaðra mannréttinda, sem er tískuorð nútímans yfir stjórnleysi í skjóli stofnunar sem kallar sig "Sameinuðu þjóðirnar" og ýmissa einræðisherra þeirra, sem eru margir og slæmir. Þessi stofnun gerist meira og meira firrt og að er miklu leyti ónothæf og skaðleg réttindum manna

Fyrstu skref hins nýja forseta lofa ekki góðu fyrir mannréttindamálin. Hvar skyldi hann stíga umboðslaus niður fæti næst?

Mikilvægt er að muna að það var skaðræðisknúin þykjustu jákvæðni sem bjó til bankahrunið. Virkni neikvæðrar hugsunar er oft á tíðum forsenda framfara og hún er frumforsenda farsældar og lífshamingju. Neikvæð hugsun er ekki neikvæð nema að hún sé röng. Það þarf til dæmis virka og afar sterka neikvæðni til að byggja upp skothelt bankakerfi og þjóðaröryggi, sem hrynur ekki í rúst við álag. Uppbyggjandi neikvætt fólk gerir sér grein fyrir hættum og gildrum. Múgsefjandi jákvæðni er af hinu slæma. Það er algerlega fullreynt

Ekkert varð út þessari heimatilbúnu jákvæðni hinna múgsefjandi-jákvæðu þegar á þurfti að halda í glímunni við rústir jákvæðisins, þegar glíma þurfti við hrun-afleiðingar falskrar jákvæðni. Þá kom í ljós að hún var einungis dulbúin, heimasmíðuð og skipulögð sjálfsblekking. Þá gekk Guðni hinn nýkjörni forseti í fyrsta tenór Norður-Kór ESBista og söng skilyrta ESB söngva úr gamla rauða kverinu

Það er oftast léttara að segja bara já, þ.e. að vera það sem í dag er kallað að vera "jákvæður". En Davíð sagði nei - og þakklátur er ég fyrir það

Fyrri færsla

Brexit fimm dögum síðar: ESB en ekki Bretland fór í kerfi

Krækja

Ábót: Bókarumfjöllun WSJ: The Power of Negative Thinking


mbl.is Mátti reyna að leita annarra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband