Leita í fréttum mbl.is

Aðeins ein ástæða fyrir ríkidæmi Íslands

Og sú ástæða er sjávarútvegurinn með gjöfult Atlantshafið umhverfis landið - og fullveldi og sjálfstæði Íslands. Enginn önnur ástæða er til fyrir ríkidæmi Íslendinga. Bara alls engin. Allt okkar ríkidæmi eigum við þessu að þakka: hafinu og sjávarútveginum

Þegar maður skoðar veröldina með geó-pólitískum augum þá ber þar hæst við himinn sjálfur risinn í Vestri, Bandaríki Norður-Ameríku. Ástæðurnar fyrir ríkidæmi Bandaríkjanna eru að miklu leyti landfræðilegar: þ.e. höfin sem umlykja 9 milljón ferkílómetra landmassa þeirra og árnar sem renna rétt, en ekki vitlaust, um þessi Bandaríki Norður-Ameríku. Þær sameina þar með stærsta ræktanlega landbúnaðarsvæði veraldar, sem eitt út af fyrir sig er 1,7 miljón ferkílómetrar að stærð og hrikalega gjöfult. Siglanlegar ár í Bandaríkjunum eru um 40 þúsund kílómetrar að lengd, sem er meira en restin af veröldinni hefur til umráða, og á þeim eru flutt yfir 500 milljón tonn af vörum og varningi á ári hverju, fyrir einn þrítugasta af því sem kostar að flytja eitt tonn eða einn gám á vörubílum, og fyrir einn tíunda af því sem kostar að flytja farminn á járnbraut

Einn tveggja aflvéla fljótabátur með 8 til 10 manna áhöfn sem ýtir 15-pramma farmi þúsundir kílómetra í einni ferð, fer þar með stærri farm en flugvéla-móðurskipin voru í síðari heimsstyrjöldinni. Já hann fer létt með 1050 stórtrukka farm í einni ferð, fyrir næstum ekki neitt

Enginn tekur eftir þessu því þetta er ekki í fréttum. Alveg eins og að enginn tekur eftir sjávarútvegi lengur, vegna þess að of margir fréttamiðlar eru mannaðir af þið vitið hverjum, þó mest kommúnistum. Engar skipa- og aflafréttir eru lengur fréttir. En samt er allt þetta að gerast á hverjum degi, bæði hér heima og í Bandríkjunum, hvern einasta dag ársins

Þessar ár renna þannig að þær sameina Bandaríkin en sundra þeim ekki, eins og árnar í Rússlandi gera, sem allar renna vitlaust. Að vera bóndi eða verksmiðja í framleiðslu til innlendrar eftirspurnar og útflutnings í Bandaríkjunum, er ekkert mál þó svo að býlið eða verksmiðjan sé staðsett 2000 kílómetra inni í landi. Að framleiða og þjónusta Bandaríkjamarkað eru forréttindi engum lík. Þau eru með einkaneyslu sem þar til rétt nýlega var meiri og stærri en öll einkaneysla allra annarra landa veraldar var samanlögð. Ríki og sveitafélög kunna lítið að fara með fé, svo þau eru lítið látin um hvað peningarnir eiga að fara í. Það er meðal annars þess vegna sem Bandaríkin eru svona rík og mikið veldi

Í bandarísku Dow Jones vísitölunni, sem spannar 130 ár, er aðeins eitt fyrirtæki ennþá lifandi frá upphafi hennar og er það fyrirtækið General Electric. Slíkt er umbyltingarafl Bandaríkjanna. En í Evrópu tróna ennþá hæst gömlu elítutæru ættarveldin með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahaginn. Þeim er haldið lifandi af elítum sem sitja á elítuvöldum utan og innan þings. Fórnarlömbin eru borgararnir og litlir möguleikar þeirra í elítuveldum Evrópu. Má þar nefna Deutsche Bank, Siemens, Bayer og Allianz sem öll urðu til fyrir meira en 120 árum. Slíkt er máttleysi endurnýjunar í Evrópu. Gamalt glingur aðalsins lifir enn, þökk sé völdum elíta. Evrópusambandið til dæmis var stofnað til að halda þeim við völdin. Og Þýskaland sjálft var sameinað í sama falska tilgangi 1871

Meira að segja Bæjaraland, sem tímabundið áttavillt og á tíðum tryllt íhaldsmannaríki elíta, í kjölfar hruns þýska keisaraveldisins 1919, lýsti sig sem verandi nýtt og sjálfstætt "Sovét-lýðveldi" þegar Weimar var stofnað, já það ríki lítur enn þann dag í dag á sameiningu Þýskalands frá 1871 sem misgjörning, og er það hárrétt ályktun hjá þeim. Hefur Bæjararíkið nú hótað þýskum yfirvöldum að gripið verði til "sjálfstæðra varnaraðgerða" gegn drekkingartilraun Angelu Merkel á Þýskalandi með íslamistum, fari innrás hennar á allt þýska ríkið á þann veg sem horfir; þ.e. til helvítis!

Fyrst að rótgrónir íhaldsmenn Bæjaralands gátu árið 1919 lýst yfir sjálfstæði sínu sem nýtt kommúnistískt "Sovét-lýðveldi" undir keisaralegu öngþveiti hins nýstofnaða Þýskalands, hvað haldið þið þá að eigi ekki eftir að gerast í Evrópu á komandi tímum. Fullt af trylltum hlutum sem engum manni dettur í hug í dag, eiga eftir að gerast í Evrópu á næstu áratugum

Það er enginn "jaðar" í Bandaríkjunum. Þau eru eitt massíft sameinað veldi út í gegn. Rússland hefur til dæmis aldrei getað brauðfætt sig sjálft nema þá einna helst sem smábænda-ríki á ofboðslegum landmassa þess "ríkis" og mun aldrei geta það sem stórveldi, því að Rússland og flest fjöll þess eru á vitlausum stað eins og mestur partur landmassa Kína er einnig. Það eina sem getur haldið Rússlandi saman sem ríki er terror stjórnvalda og þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Öll orka stjórnvalda fer í terror og í jaðarinn fræga, sem klúðrast bara og klúðrast og býr reglulega til krúss-sjeffana í endalausum pólitískum líkkistum eilífs jaðar-klúðurs. Svona erfitt er að vera landmassaríki án náttúrulegra landamæra. Ekkert af þessu þurfa Bandaríkin að glíma við, enda sést það

Og hið sama gildir um Kína, sem innan 10-20 ára mun hrynja eins og Japan hrundi í rúst undir skuldafjalli sem þyrlaði svo flott upp ryki í augu veraldar, en bara í smá tíma, áður en fjallið það pompaði og brasaði saman og gerði landið og íbúa þess að öskugráu pompeiveldi í bókstaflegri merkinu náttúruleysis og elítugráma. Og hið sama gildir náttúrlega um Evrópusambandið. Það er að hrynja og mun halda áfram að hrynja þar til meginland Evrópu springur í loft upp á ný

Íslenski sjávarútvegurinn hefur mótað stjórnmálin á Íslandi frá því að hann varð til. Engin stjórnmálaöfl, nema tímabundin poppuð skemmdarverkaöfl, komast hjá því að mótast af legu landsins í miðju Atlantshafi og af sjávarfangi okkar sem gert hefur okkur að heimsmeisturunum í þeim miklu efnum. Saman með okkar eigin landbúnaði er sjávarútvegurinn það sem Ísland stendur og fellur með. Þó svo að "allt annað" færi á hausinn hér -og það mun það á endanum gera ef illa er farið með sjávarútveginn- þá myndi það ekki koma Íslandi á hausinn, því allt "þetta annað", hefur sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn skaffað okkur

En öll hafa þó hin íslensku stjórnmálaöfl að vissu leyti misst frumfætur sína og ganga því annaðhvort hölt eða sem áttavilltar karlkerlingar til kosninga sinna. Þessir þeir eru allir farnir að hanga aftan í Reykjavík og stærsta aumingjaveldi veraldar, hinni glötuðu Evrópu Evrópusambandsins. Þessi aftaníossa árátta við Evrópu hefur valdið næstum óbætanlegum umhverfisskaða í heilabúi þeirra sem hanga aftaní Evrópu. Ísland er ekki þannig og á ekki að verða þannig. Við ætlum ekki að verða evrópskt elítu- og aumingjaveldi. Allt landið á að blómstra, því hafið umlykur okkur öll

Byggðastefna Bandaríkjanna var og er sú, að nema landið. Það var einnig hin sama byggðastefna sem viðhöfð var hér á Íslandi forðum. En hér hafa menn þó gleymt miklu. Þeir hafa gleymt og komið sér fyrir þversum í skráargatinu að Íslandi, höfuðborgarsvæðinu, sem er á minni jörð en Grímsstaðir á Fjöllum. Þar hokrar 65 prósent af þjóðinni þvers í skráargati, og þar drekka allir sama stjórnmálamjöðinn, hinn úldna evrópska drykk elítuvelda

Vegna hinnar sterku og réttu tengingar Sjálfstæðisflokksins við sjávarútveginn og landbúnað, og einskis annars, er ég sterkt að íhuga að ganga loksins í þann Sjálfstæðisflokk sem haldið hefur landinu best. Og nú hefur formaðurinn Bjarni kropið og svarið íslensku krónunni hollustu sína. Svo fyrir mig er ekki eftir neinu að bíða, er það nokkuð? Já mér er alvara

Allir getum við Íslendingar tekið undir Sjómannavalsinn. Öll þekkjum við hann. Án hans hefði ekki verið neitt "ég er kominn heim". Við erum sem betur fer ekki heimilislaus og ekki á leiðinni þangað, er það nokkuð? Ekki eins og Evrópa, er það nokkuð?

Hafið er okkar stóra vörn. Hana eigum við að nota til hins ýtrasta, í öllum skilningi þess orðs

Það er fyrir löngu kominn tími á að ræða Bandaríkjamálin hér á Íslandi

Fyrri færsla

Barist um völdin í Tyrklandi


Bloggfærslur 25. júlí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband