Leita í fréttum mbl.is

Barist um völdin í Tyrklandi

Ef eitthvað er greinilegt frá atburðunum í Tyrklandi um helgina, þá er hægt að sjóða það -hið greinilega- niður í eitt orð; völd. Barist var um þau, völdin

Íslamistar innan sem utan hersins reyndu að taka völdin í sínar hendur með einmitt valdi. Notuðu hervaldið til að taka völdin. Tilraun þeirra mistókst þó svo að hún væri mjög vel skipulögð. En velheppnað valdarán krefst meira en fullkomins skipulags. Tvennt vantaði; almennan stuðning meðal nógu stórs hluta borgaranna og, sameinaðan her

Ljóst er að herinn veit ekki hvern og hvaða stjórnmálaöfl hann á að styðja né verja. Hluti hersins styður hrátt stjórnmálaaflið Íslam. Annar hluti styður þykjustu veraldlega stjórnarhætti og enn annar hluti hersins styður hugmyndir um nýtt heimsveldi a la Ottóman, undir Íslam. Tyrkneski herinn er því ekki alvöru her. Hann er eitthvað annað

Sem sagt: þarna er að verkum pólitísk heimspeki þrennunnar a) Rómarríkis b) Aþenu og c) Íslams

Allir hugsandi menn sjá hins vegar hvað skortir. Þeim vantar hinar Heilögu Ritningar, þ.e. hornsteina þess sem við köllum Vesturlönd. Þess vegna verður nútímalegt steinaldarstig ávallt ríkjandi í þessum heimshluta á meðan hornsteinn Vesturlanda, Jerúsalem, er eina blómið í heimshlutanum. Því þeir hafa hinar Heilögu Ritningar og Levítana, sem aldrei geta orðið kóngar. Þeir hafa þjóð-ríkið og landamæri

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gleður okkur sem komum auga á að heimsveldi úr kokkabókum Rómarríkis og ESB er úrkynjuð hugmyndafræði. Útgangan (exodus) markaði upphaf Vesturlanda. Það veit Bretland

En þeir sem vantar Ritningarnar, eiga áfram bágt. Þannig er nú það. Og græt ég vegna Nice

Fyrri færsla

Sigurganga Ónýta Íslands á EM


Bloggfærslur 18. júlí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband