Leita í fréttum mbl.is

Forsetaframbjóðandinn veit ekki að Evrópusambandið er sjálfstætt ríki

Forsetaframbjóðanda vafið um fingur sér eins og tyggjói

Bein krækja

Þann 1. nóvember 1993 varð Evrópusambandið sjálfstætt ríki í smíðum. Sjálfstætt, en ekki fullvalda

En stanslaust er verið að dæla fullveldinu hægt og rólega úr aðildarríkjunum yfir í yfirríki Evrópusambandsins, sem þá verður bæði fullvalda og sjálfstætt ríki þegar dælingu er lokið. Þá er búið að tæma aðildarríkin. Þetta veit forsetaframbjóðandinn Guðni Th. vel. En Guðni Th. forsetaframjóðandi viðrist vera "teygjanlegt hugtak" og kýs því aðlögun að sannleikanum

Sjálfstæðið er ekki teygjanlegt hugtak. Þegar það er farið, þá er það farið. Sjálfstæði og fullveldi þjóða getur bara verið á einum stað í einu. Þess vegna er einmitt verið dæla því úr aðildarríkjunum og yfir til Evrópusambandsins. Flytja það allt á einn stað. Það getur ekki verið á tveim stöðum í einu, eins og Guðni

Í fyrradag kom forsetaframbjóðandinn Guðni Th. fram á Stöð2 og sagði ósatt og afneitaði sjálfum sér. Einni dögun síðar fór hann í aðlögunarviðræður við sannleikann á Vísi og sagðist vera úr öðrum heimi

Nú vill hann selja sjálfstæði Íslands, sé tilboðið nógu hátt. Það tók Ísland 700 ár að komast undan erlendu valdi

Engum hefði dottið það í hug þann 17. júní 1944, að aðeins 72 árum síðar, stæði hér maður í framboði til hins nýja forsetaembættis Íslendinga, sem framselja vildi sjálfstæði þjóðarinnar aftur undir erlent vald. Enginn hefði trúað því þá. Enginn! Hér er hið ýtrasta alvörumál á ferð

Forsetafambjóðandinn Guðni Th. veit vel að það fara engar samningaviðræður fram þegar ríki sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann veit það vel. En hann tekur þátt í þeim ljóta blekkingarleik sem Samfylkingin og Vinstri grænir hófu upp á sitt einsdæmi til að nauðga íslenskri þjóð inn í sambandið, með lygum, blekkingum og kosningasvikum

"Eitthvað hafa nú embættismennirnir verið bardúsa" sagði hann í sjónvarpi þegar Davíð Oddsson minnti hann á þessa staðreynd. Hann valdi að hafa það sem rangt er, til handa íslenskri þjóð. En staðreynd er þrjóskasta fyrirbæri sem til er. Staðreynd er ekki teygjanlegt hugtak

Forsetaembættið er ekki öflugt embætti. Í því situr einn maður. Aðeins einn maður og hann er einn á vaktinni. Það er þessi maður sem þarf að vera öflugur

Guðni Th. forsetaframbjóðandi sagði einnig í fyrirlestri á ESB-Bifröst að það "nálgast rasisma" að halda því fram að Íslendingar hefðu haft þau áhrif sem þeir telja að þeir hafi haft á hafréttarmál, með því að halda fram okkar sjónarmiðum varðandi landhelgina. Við erum því "næstum rasistar". Skoðun Guðna var af sama toga í Icesave málinu. Þar var hann íslenskri þjóð algerlega gagnslaus og vann því miður á móti henni. Hótaði henni með Norður-Kóreu ástandi

Bara örfárra daga skoðun hefur leitt þetta í ljós:

  • Fávís lýður
  • Ekki satt, alveg ósatt, sagði það aldrei (sagði það samt)
  • Ómenntuð sveitakona
  • Íslendingar nálgast að vera rasistar
  • Sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar söluvara
  • Sjálfstæði íslenskrar þjóðar tyggjó

Mér líst afar illa á þetta. Mér hugnast þetta ekki. Ég óttast þennan mann

Fyrri færsla

Fullveldið komið í eignastýringu


Bloggfærslur 3. júní 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband