Leita í fréttum mbl.is

Sérfræðingarnir reiðir vegna Brexit

Það hefur verið sorglegt að fylgjast með mörgum fjölmiðlum og sérfræðingum í bæði aðdraganda og kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu

Al- og þjóðlegir blaða- og fréttamenn og svo kallaðir sérfræðingar, stunduðu massífan hræðsluáróður í aðdraganda kosninganna. Svo grímulaus var áróðurinn að ég átti erfitt með að trúa mínum eigin augum. Miðlar og sérfræðingar sem maður hélt að væru alvöru miðlar og gáfumenn, reyndust bara vera venjulegar fyllibyttur úr Norður-Kór EU. Hjá mér var þetta dálítið eins og þegar krakkar sjá foreldra sína fulla í fyrsta skiptið. Þeir fara hjá sér - já, ég fór hjá mér

En öllu verra er þó að fylgjast með þessum fréttamiðlum og sérfræðingum í kjölfar kosninganna. Þá voru sérfróðar fyllibytturnar orðnar svo reiðar að froðan sem haldið hafði verið í skefjum og bar bara rétt við tungur og penna þeirra fram að kosningum, jáhm; hún frussaðist þá bara út um allt eins og að stífa hefði brostið. Ég þurrkaði hvað eftir annað af tölvuskjánum hjá mér, en þetta hélt bara áfram. Þá hætti ég að láta græjur mínar undir þetta og sparaði við mig sérfræðina

Þessi reiði sérfræðinga, blaða- og fréttamanna á sér bara eina skýringu; breska þjóðin hafði loksins talað, og þar kom í ljós að hún var fyrir löngu hætt að hlusta á þessa aðila. Þess vegna er öll þessi reiði núna. Og hún er ekki úr fólkinu sjálfu, heldur úr sérfræðingunum. Við sjáum þetta einnig hér heima. Sérfræðingarnir eru einfaldlega orðnir gjaldþrota, og það vita þeir. Þess vegna eru þeir svona reiðir. Varla neinn hlustar á þá lengur

Styttist nú í stórtæka þjóðnýtingu bankakerfa meginlands Evrópu

Fyrri færsla

Þegar Danmörk sagði nei við ESB-martröðinni


Bloggfærslur 29. júní 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband