Leita í fréttum mbl.is

"Fræðimanninn" á Bessastaði?

Aðlögunarviðræður fræðimannsins við sannleikann

Stór hluti íslensku háskóla- fjölmiðla- og hagsmunaelítunnar hefur fyrirgert næstum öllum sanngjörnum rétti á að vera tekin alvarlega. Rekstrartap hennar er mikið og hefur það laskað samfélag okkar

Elítunni mistókst við banka- og fjármálabóluna sem varð að hruni. Hún varð virk strengjabrúða í því máli. Henni mistókst að koma auga á eðli myntbandalags Evrópusambandsins, sem af fullum ásetningi rústað hefur Evrópu. Hún varð virk strengjabrúða í því máli líka

Og hún varð virk strengjabrúða í Icesave málinu, því það er svo nátengt ESB-málinu sem er óskabarn elítunnar. Þrjú stór tækifæri til að koma auga á hið rétta í flóknum málum leiddu hana öll til rangrar niðurstöðu. Elítu háskóla- og hagsmunasamsteypunnar ætti því íslenskur almenningur ekki að taka alvarlega. Hún er strengjabrúða, að stórum hluta til

Þetta segir ég, "fávís lýðurinn". Ég kaus á móti Icesave. Ég kaus Ólaf Ragnar fyrir forseta og ég kaus J-lista kjarkmannsins Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarsonar harðari til Alþingis 2013, því Jón hrökk ekki í brauðið, heldur stóð dyggur Íslandi, fast í báðar fætur. Og ég ætla skothelt að kjósa Davíð Oddsson fyrir forseta núna, því hann mun heldur ekki hrökkva í neitt brauð. Það veit ég, því Davíð er klettur

En þið verðið að muna að ég er "fávís lýður" - og bý í sveit. Í þorskastríðinu skrifaði fávís lýðurinn ég fiðlunema systur minni í London eins og í Icesave, til að upplýsa hana um framgang mála. Að við værum ekki svona vond eins og henni var sagt í Bretlandi. Ég skrifaði ekki mörg bréf þau árin, enda bara fávís múraralærlingur sem kastaði tómri steypu á veggi fólksins

Aðlögunarviðræður Guðna Th. við sannleikann halda áfram á Vísi í dag. Forsetaframbjóðandinn Guðni sagði í sjónvarpinu að fræðimaðurinn Guðni hafi aldrei sagt það sem hann sagði. Þetta þarf því að aðlaga í viðræðum hans við sjálfan sig

Það er óhætt að segja að fræðimaðurinn Guðni þoldi ekki "sviðsljósið" sem allur almenningur þarf að lifa í þegar sótt er um starf. Guðni forsetaframbjóðandi sagði í síðustu viku að "maður þarf kannski að hugsa öðruvísi og þarf að íhuga að það sem maður sagði í einum heimi hljómar kannski öðruvísi í öðrum". Flott jobbviðtal hans við þjóðina það!

Var það ekki einmitt svona eldsneyti sem dælt var endalaust á hrunbálköstinn: Þvaðrinu. Heilum vegg af þvaðri

Fyrri færsla

Guðna Th. "betur borgið" með annan lýð


Bloggfærslur 1. júní 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband