Leita í fréttum mbl.is

Brexit verst fyrir evruna og ESB

Það er mitt álit að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu myndi hafa þá afleiðingu að breska pundið yrði þá eina örugga alþjóðlega myntin í Evrópu og yfir í hana myndu menn á alþjóðasviðinu kjósa að flytja mikið af fjármunum sínum

Úrsögnin myndi hafa mjög slæm og tætandi áhrif á hið pólitíska myntbandalag Evrópusambandsins og þar með evruna, því að menn munu flýja yfir í mynt Bretlands og álíta hana vera einu öruggu höfnina í Evrópu og pundið mynt sem leysist ekki upp

Svo slæm gæti staðan orðið, séu efnahags- og pólitískar aðstæður augnabliksins þannig, að peninga- og fjármagnshöft yrðu í einni eða annarri mynd innleidd á meginlandinu undir evru, til viðbótar við þau evruríki sem þegar búa við fjármagnshöft og peningaskömmtun fyrir alla almenna borgara og fyrirtæki

Ráði smávægilegt meirihlutabrot Breta því að landið dingli áfram í raðsnörum Evrópusambandsins, þá er tilvist ESB og myntarinnar samt sem áður búin að vera. Upplausnin myndi þá einungis taka lengri tíma. Engin von er til þess að sterkur þjóðarvilji liggi að baki áframhaldandi tilveru Bretlands í Evrópusambandinu

Fari Bretland úr ESB þá mun landið blómstra vegna þess að styrkleikar þess myndu þá njóta sín: að vera fyrst og fremst alþjóðlegt viðskiptaveldi með eigin lög til að lifa undir

Fyrri færsla

Beint bræðikast vinstrisins


Bloggfærslur 3. maí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband