Leita í fréttum mbl.is

Algerlega Guðlaust fyrirbæri - og heldur því auðvitað ekki

Umræður um réttarríkið og sannleikann spunnust í athugasemdum vegna síðustu bloggfærslu minnar: Hvað er Marxísk menningarstyrjöld?

Bara svo það sé alveg á hreinu þá neyðist ég til að benda á og undirstrika að Evrópusambandið sem stofnun er algerlega Guðlaust fyrirbæri. Það þyrfti að minnsta kosti krufningalækni til að finna leifarnar af hornsteinum Vesturlanda í líkinu af ESB: Hornsteinn Vesturlanda er Jerúsalem. Honum hefur sambandið þegar afneitað og það hatar hann. Og annað vesturlenskt segir sambandið að sé handónýtt og að það þurfi því að "bjarga Evrópu" frá sjálfri sér.

Sprenghlægilegt. Af hverju að byggja heilt heimsveldi til að bjarga því sem sambandið segir að sé ónýtt? Mótífið hér er afar gruggugt og réttarlæknirinn þarf því að skera dýpra til að finna eitthvað sem til kynna gæti gefið að um vitsmunalegt líf gæti verið að ræða innan sáttmála Evrópusambandsins og politic þess

En það er hins vegar til nóg af Róm(arríki) í Evrópusambandinu (imperial state building = heimsveldishönnun). En Róm með sínu réttarríki er samt ekki nóg sem lím til að halda saman vænlegu ríki fyrir borgarana. Borgarar farsælla ríkja verða að hafa eitthvað meira en bara lög-og-rétt sem þeir geta sameinast um. Hið Opinbera torg getur ekki þrifist nakið. Borgararnir þurfa eitthvað stærra til að sameinast um og þar erum við, í fyrsta skiptið í þessum þræði, komnir að því stærsta af öllu, en það er það að einstaklingurinn er fæddur frjáls, eins og kristnin boðar

Það er ekki fyrir neitt að útgangan af Egyptalandi (Exodus) markar upphaf Vesturlanda, þar sem þrælaríkinu var sagt að fara til andskotans. Næstu 2500 árin eða svo var Gamla Testamentið notað til að byggja upp hornsteina Vesturlanda og til að stjórna þeirri uppbyggingu í formi þjóð-ríkja. En leiðarljósið var samt þessi undursamlega opinberun að einstaklingurinn fæddist frjáls. Að hann fæddist ekki sem þræll

Nefndur er "sannleiki" í fleirtölu. En margir sannleikar eru ekki sannleikur. Þeir eru bara skoðanir. Ef allir álíta að skoðun sín sé "sannleikurinn" og að skoðanir annarra séu "þeirra sannleikur" - þá er þar með úti um réttararíkið. Réttarríkið byggir á þeirri einföldu forskrift að það sé bara einn sannleikur; að rétt sé rétt og að rangt sé rangt

En eins og áður er sagt: þá getur réttarríkið alls ekki staðið eitt og sér. Það er ekki nóg til að halda saman góðu og lífvænlegu þjóðríki. Í Hinum heilögu ritningum finnst eina forskriftin að þjóðríkjum Vesturlanda sem til er í veröldinni. En þjóð-ríkið var eina vörn litla og óbreytta mannsins gegn heimsveldagræðgi og þrælaríkjum. Og landamærin eru einnig komin úr Gamla testamentinu. Þau eru sett til að vernda borgarana og til að hindra að ríki þenji þau út til að gleypa önnur ríki. Að kóngur geti aðeins verið kóngur yfir einni þjóð. Og að þjóðir munu áfram verða, til enda tímans

Og lagaheimspekin sem liggur á bak við lögfræðina er að stórum hluta byggð á kristinni trú. Lagaheimspeki er eina heimspekin sem notast við því sem næst allar aðrar greinar heimspekinnar. Dæmi: tilvistar og trúarheimspeki, stjórnmála heimspeki, vísindaheimspeki

Mín skoðun er sú að ESB-Evrópa sé í þann veg að detta út úr skilgreiningunni Vesturlönd, af því að hún hefur hent áttavitanum fyrir borð: hent Hinum heilögu ritningum fyrir borð. Lýður Evrópu gengur því til frétta við trédrumb og spyr hann til átta

Bandaríkin horfa ekki lengur til Evrópu. Þau horfa yfir hana, beint til Jerúsalem. Lestin styttist. Evrópa mun ekki verja hinn frjálsa himinn yfir Vesturlöndum. Svartur himinn færist því yfir Evrópu

Fyrri færsla

Hvað er Marxísk menningarstyrjöld?


Bloggfærslur 20. maí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband