Leita í fréttum mbl.is

Sögulegasti pólitíski atburður heillar kynslóðar að hefjast

Theresa May, Birmingham 2-5. október 2016 (bein krækja)

Flokksþing breska Íhaldsflokksins stendur yfir. Þar greindi Theresa May forsætisráðherra Stóra Bretlands, frá því hvernig Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið

Hún sagði: Brexit þýðir Brexit. Það er ekki til neitt sem heitir "mjúk Brexit" né "hart Brexit". Brexit þýðir einfaldlega að Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og öll lög sambandsins veða afmáð úr breskri lögsögu og réttarkerfi

Um komandi ný tengsl Bretlands við Evrópusambandið, sagði frú May:

"Þetta verður ekki norska módelið (EES). Þetta verður ekki Svissneska módelið. Brexit mun þýða samkomulag á milli sjálfstæðs og fullvalda Bretlands og Evrópusambandsins". Hún bætti við: "við skulum hafa það alveg á hreinu, að við erum ekki að yfirgefa Evrópusambandið til að láta nokkru sinni aftur af hendi fulla stjórn okkar yfir innflytjendamálum og við erum ekki að yfirgefa Evrópusambandið til þess að snúa aftur inn undir lögsögu Evrópudómstólsins. Eins og ávallt þegar um alþjóðlegar viðræður er að ræða, þá munu fara fram samningaviðræður. Þær munu krefjast þess að aðilar gefi og taki."

Frú May sagði ennfremur:

"Ég vil hámarka tækifæri breskra fyrirtækja til viðskipta og starfsemi á hinum innri markaði meginlandsins og gefa evrópskum fyrirtækjum tækifæri á að gera hið sama hér í Bretlandi", - en, bætti hún við, -"við munum verða algerlega sjálfstætt og fullvalda ríki á ný - ríki sem ekki er lengur hluti af pólitísku sambandi (European Union) með yfirríkislegar stofnanir sem valta yfir þjóðþing og dómstóla lands okkar."

***

Bjarni Benediktsson: sýndu okkur 1944 á ný !

Breski Íhaldsflokkurinn er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Báðir þessi flokkar eru sögulegar stofnanir um varðstöðu lýðræðisþjóða. Sjálfstæðisflokkurinn er eini slíki stjórnmálaflokkurinn á Norðurlöndum. Ekkert hinna Norðurlandanna getur státað af að hafa slíkt stjórnmálafl í ríkjum sínum. Einn flokk þar sem allir á hægrivæng við miðju fylkja sér saman undir einum fána (e. catch all)

Þessi sögulegi atburður í Bretlandi sem Íhaldsflokkurinn þar er að setja í framkvæmd og leiða til lykta, mun setja Sjálfstæðiflokknum ný viðmið, sem ekki verður undan vikist

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur einn íslenskra stjórnmálaflokka eðlislægs styrks, breiddar og forystu sem fær er um að taka á þessu máli og leiða lýðveldið Ísland úr úr yfirríkislegri lögsögu erlends valds sem aftekur með öllu að lúta þjóðþingi okkar og dómstólum. Þjóðþing Íslendinga er Alþingi og æðsta stofnun Lýðveldisins - og það á að vera svo í sannleika. EES-samningurinn er fyrir löngu kominn fram úr því sem hann átti og mátti verða. Þannig fer með allt sem hefur með Evrópusambandið að gera. Það verður að umboðslausum yfirdrætti sem hvergi er til innistæða fyrir. Yfirdrættinum er því þegjandi kyngt og framlengt með biturð í 28 löndum, því annars fer þessi gjaldþrota ESB-banki einfaldlega á höfuðið og hrynur yfir borgarana. Það er hann reyndar nú þegar byrjaður að gera. Það hrun og umbrotaferli getur orðið skelfilegt og ekki er hægt að útloka stríð. Það ættu menn ekki að gera. Hvaða lönd munu yfirgefa Evrópusambandið næst, mun ég fjalla um á næstunni

Bjarni Benediktsson er rétti maðurinn til að leiða Ísland aftur inn á þjóðbraut sjálfstæðra og fullvalda þjóða og á ný inn í þéttan félagsskap með okkar mestu og bestu bandamönnum, sem jafnframt eru voldugustu ríki veraldar: Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Noregur mun fylgja efir, ef hann verður ekki á undan okkur. Á landsþingi norsku verkalýðsfélaganna næsta vor mun norska ASÍ senda ríkisstjórn landsins einróma ályktun þar sem þau krefjast úrsagnar Noregs úr EES

Það þarf engan nýjan stamstarfsgrundvöll í neinu svo hallærislegu eins og í svokölluðum "Evrópumálum". Samstarfsgrundvöllurinn er hér nú þegar og nógu hart var berist fyrir honum á sínum tíma. Hann hefur verið til það lengi að of margir menn vilja helst eyðileggja hann, áður en hann nær að blómstra að fullu. Hann er þessi: sameiginlegir hagsmunir fullvalda þjóða um, að það er fullveldi þjóða sem geir þeim kleift að starfa sem fullvalda þjóðir með öðrum fullvalda þjóðum. Það er þetta sem er hornsteinn þess sem við erum: Vesturlönd

Um daginn gekk ég í Sjálfstæðiflokkinn. Hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef gengið í á æfi minni. Og ég ætla að kjósa hann. Sé þér annt um Ísland, ættir þú að gera hið sama og kjósa með landi okkar, en ekki á móti því. Ég tel mig ekki lasta aðra flokka með þessu, en staðan er eins og hún er; Hinu pólitíska öngþveiti í kjölfar hruns EES-bankabólunnar og upplausnar Evrópusambandsins, verður að linna. Pólitískir hrægammar hættulegir fullveldi og sjálfstæði Íslands sveima um loftin í leit að enn fleiri ESB-hörmungum, Íslandi til skaða á höndum og fótum. Látum okkur því sjá 1944 á ný

Fyrri færsla

Pólitísk leit eftir Samfylkingu hafin


Pólitísk leit eftir Samfylkingu hafin

Einu sinni var til EEC-ístruklúbbur manna með vindil. En svo gerðist það að Lenín missti tökin austan landamæra lífs og dauða. Þá var hinum gamla ístruklúbbi EEC breytt í ESB og úr því varð sjálfstætt ríki sem fékk yfirríkilegt vald yfir öllum með ístru, en einnig og samtímis, öllum sem ekki höfðu haft efni á vindlum. Allt gamla Lenín dótið fékk þarna nýtt ríki fyrir sig. Og það hrúgaðist þar inn. Allt sósíalistastóðið fékk nýtt hlutverk að leika í nýju ríki: að drottna yfir öllum. Og Öllum og öllum var lofaður vindill eins og áður

Rigndi nú nýrri löggjöf niður í gjörvallt hið nýja ríki. Og ESB-Lenínveldið bætti nýjum lagasviðum við ofríki sitt í endalausum bunum. Umhverfismál, mannréttindi og pólitískar ofsóknir á hendur heilum ríkjum urðu hvunndagsmál. Ofsóknir á hendur Kirkjunni og Kristni gátu hafist á ný og fengu nýtt lögmæti. Hinar Heilögu ritningar boða nefnilega þjóðríki og landamæri til að halda ríkjum innan þeirra, svo komið sé í veg fyrir að Ofríkið éti allan heiminn upp til agna. Þessi nýófrelsishyggja gekk svo vel að henni tókst að blása stærstu miðstýrðu fjármálabólu veraldar upp í henni allri, með dyggri hjálp bræðra kommúnistanna í Kína: með miðstýrðri evrumynt og bankakerfum. En nú er þessi bóla sósíalistanna að springa. Og Jón Baldvin er genginn aftur - nýófrelsishyggjumaðurinn sjálfur og sem misst hefur trúna. Hvar endar þetta, segi ég bara

Tapað - fundið, verða menn því að lesa hér og hafa lúmskt gaman af Smá-krydd í pólitísku tilveruna

Fyrri færsla

Þýsk stórfyrirtæki styðja bankann sinn


Bloggfærslur 4. október 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband