Leita í fréttum mbl.is

Þýsk stórfyrirtæki styðja bankann sinn

Stjórnendur stærstu fyrirtækja Þýskalands hafa nú lýst yfir stuðningi við Deutsche Bank sem á í miklum erfiðleikum. Þeir eru samt ekki viljugir að styðja við bankann með því að hella ofan í hann nýjum og ferskum peningum í stað þeirra sem bankinn hefur brennt. Þessi bla bla stuðningur stjórnenda stærstu fyrirtækja Þýskalands mun því ekki bæta bókhald bankans, heldur fæla frá þá sem kunna á debet en sérstaklega kredit. Þýskir stjórnmálamenn eru farnir að skjálfa sínum venjulega gamla skjálfta og saka Bandaríkin um að standa að baki bankabruna stjórnmálamanna Þýskalands, þar sem sjálf ríkisstjórnin samkvæmt gamalli venju er bankinn. Sem betur fer var bankafrídagur í Þýskalandi í dag og þeir lokaðir

Síðast ég þegar og opnaði fyrir einhvers konar "Víðsjárþátt"á DDRÚV, þá var stofnunin útrásar- og bankaútvarp. Þar voru fréttamenn stofnunarinnar andaktugir í beinni útsendingu til íslenskrar þjóðar að pissa á sig af hrifningu yfir þeim sem þá voru að tæma bankana. Þá lokaði ég, og hef ekki opnað fyrir DDRÚV síðan. Þegar svo danski endurskoðandinn minn sendi mér glansmyndað íslenskt útrásarpopp á dönsku í bréfpósti, og sem jafnvel hann trúði á, og sem sanna átti snilld íslenskra bankasuga, þá varð ég algerlega viss um að ég hafði rétt fyrir mér. Og það sama gilti um þá glóballar samkundu sem réði lagavali á öllum DDRÚV stöðvum öreiga allra landa. Fékk ég mjög vont fyrir hjá flestum. Þá var vinsælasta nafnið í veröldinni Allir. Sem er sama nafnið og gildir í dag

Þýskaland er útflutningsbóla sem er að springa

Andrés Önd er alltaf betra en DDRÚV

Fyrri færsla

Merkingarleysi DDRÚV-ríkisútvarpsins í Undralandi


Merkingarleysi DDRÚV-ríkisútvarpsins í Undralandi

Króatía - 29 prósent kjósenda sögðu já

Mynd: Hin marktæka markleysa góða fólksins

Þjóðaratkvæðisgreiðsla sem ESB og DDRÚV geðjaðist ekki að, fór fram í Ungverjalandi um helgina. Og þar sem þjóðar-atkvæðisgreiðslan var ESB og DDRÚV ekki þóknanleg, þá var hún gerð vond og sú ríkisstjórn sem fólkið hefur kosið í Ungverjalandi var gerð vond. KGB fréttadeild DDRÚV talað því við einn íslensku mælandi útlending sem var á skoðunarferð um sovésk samyrkjubú ESB í landinu vonda, og sem er voða góð. Hún var í miðjum örlátum og það sló því útí fyrir henni af góðmennsku með annarra manna land. Gjörið svo vel, borgið DDRÚV við kassa eitt, fyrir ekki neitt

Þessi atkvæðagreiðsla snérist um að sýna Evrópusambandinu og Brussel-elítum að til staðar er þjóðkjörin ríkisstjórn í landinu, sem algerlega er mótfallin því að fjarlæg klíka ókjörinna embættismanna ráði því hver úr hvaða landi sem er, fái að búa í landinu og hvernig Ungverjaland gætir þjóðarhagsmuna sinna. Þetta land varð verst fyrir barðinu á holskeflu af fólksflóði frá Mið-Austurlöndum á síðasta ári. Ekkert land í Evrópu fór eins illa út úr þeim atburðum eins og Ungverjaland, miðað við fólksfjölda. Því sjálfu langar ekki að verða enn eitt Mið-Austurlandið í viðbót. Sýni ríkisstjórnin íbúum landsins ekki hver ræður í landi þeirra, þá er vert að geta þess hér, að til eru þeir sem með ánægju vilja að það sem DDRÚV segir að sé vont, verði enn verra

Til einföldunar: "Við í Ungverjalandi erum ósátt við það stjórnleysi og upplausn sem Evrópusambandið og keisari þess hefur skapað. Það erum við sem erum í eldhúsinu að matreiða það sem þið étið. Það erum við sem þurfum að þola hitann. Við skjótum því hér með einu aðvörunarskoti fyrir framan bóg þess sökkvandi skips sem þið sjósettuð og selduð sem verandi björgunarbát, en sem reynst hefur álfunni verr en brunagildra. En við erum samt ekki enn klár til að sökkva ykkur. Erum ekki enn alveg tilbúin til að segja fyrir fullt og allt skilið við Evrópusambandið eins og það leggur sig, því við erum að byggja annað skip sem heitir öðru nafni með þeim ríkjum sem við vegna geo-pólitískrar legu okkar erum dæmd til að deila örlögum okkar með. Þegar að því kemur að reyna þurfi á þá byggingu þá eruð þið í Brussel á annarri plánetu miðað við þjóðarhagsmuni okkar. Á meðan málin eru eins og þau eru, þá leyfum við hér með ykkur, sem enginn hefur kosið, að fljóta áfram til ykkar feigðaróss. Skyttan með föstu skotin var látin halda sig heima í þetta skiptið. En aðvörunarskotið er hins vegar sent. Niðurstaðan er sú að umboð ríkisstjórnarinnar stendur og er staðfest. Skyldum við þurfa að skjóta á ný, þá verður skotið fast og beint í mark. Hunskist af bökum okkar. Það eruð þið sem hafið kveikt í Evrópu, en ekki við."

Af þeim sem kusu sögðu 98,33 prósent nei við Brussel, eða 3.282.723. Þeir sem sögðu já við Brussel voru 1,67 prósent eða 55.758. Á kjörskrá voru 8.261.394 kjósendur. Hreint nei við Brussel sögðu því 39,7 prósent þjóðarinnar. Þeir sem heima sátu voru hins vegar þeir sem samþykktu endanlega markmið kosninganna: Að senda aðeins aðvörun til Brussel, en ekki stóru bombuna núna. Þeir hefðu vel getað mætt á kjörstað og sagt nei við tillögu ríkisstjórnarinnar. En þeir héldu sig til hlés og stóðu vakt sína með því að láta þetta verða það aðvörunarskot sem það átti að verða. Miðað við þessar kosningar, ýmsar aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur í ESB og kosningar til Evrópusambandsþingsins þá er þessi kosningaþátttaka okkar núna ekki neitt sem hægt er að fúlsa við. Evrópusambandsþingsins kosningar voru síðast haldnar árið 2014 og þá tóku 28,97 prósent ungverskra kjósenda þátt. Þátttakan núna er talin vera 40 til 43 prósent, þegar fullri talningu lýkur.

Ef setja á þetta í samhengi við sumar þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem farið hafa fram um aðild þeirra landa sem hent hefur verið inn í Evrópusambandið án nokkurra athugasemda, þá lítur dæmið svona út

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Króatíu að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012:

44 prósent greiddu atkvæði og af þeim sögðu aðeins 66 prósent já eða 29 prósent kjósenda. Þetta var látið standa, gagnrýnislaust! En 54 prósent tóki ekki þátt vegna þess að ríkisstjórn Króatíu hafði tilkynnt kjósendum að ef ekki fengist rétt niðurstaða (já), þá yrði kosið aftur þar til rétt niðurstaða fengist. Þetta gerði ríkisstjórnin vegna skoðanakannana sem sögðu að 57 prósent kjósenda ætluðu að segja nei við inngöngu Króatíu í Evrópusambandið. Um það bil 84 prósent Króata tóku hins vegar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Króatíu frá Júgóslavíu árið 1992. Á aðeins tuttugu árum hafði þar með tekist að varpa virku lýðræði og þar með virku fullveldi Króatíu fyrir róða með því að taka upp lyfjagjöf Evrópusambandsins í Brussel. Sú lyfjagjöf virkar eins og Roundup á allt grænt sem vex í görðum þjóða. Það visnar og deyr.

Sjálf setti ríkisstjórn Ungverjalands markið hærra en ESB og DDRÚV gerðu þegar Króatía small upp á lyklakippu Evrópusambandsins. Þeim atburði var hinsvegar fangað með samstundis-útgáfu velþóknunar Brussel elítunnar og útibúi hennar hér á landi sem er DDRÚV og sérvaldir framboðsflokkar þess hér á landi

Merkingarleysi DDRÚV ríkisútvarpsins hefur enga þýðingu. Þú munt því áfram verða rukkaður um peningana sem fara í að halda hinu sérpólitíska apparati þess gangandi eins og heilu Evrópusambandi: sem óskabarni vissra elíta með vissar skoðanir

Framburður DDRÚV í þessu máli á svo gott sem ekkert skylt við fréttamennsku. Nauðbeygður viðskiptavinur sem hlýðir á boðskap DDRÚV í stað alvöru fréttar um málið, er engu nær um ástand mála. En þeir sem kunnugir eru málinu, vita hinsvegar vel að þarna heyrði pólitískt blindravinafélag ESB á Íslandi hvítan ullarlagð falla með þrumugný

Oft safnaði ég ullarlögðum þar sem ég var í sveit. Það gat ég vegna þess að þeir sástu fastir á gaddavír. Ég lagði þá inn í Kaupfélagið. Ekkert slíkt er hægt að gera við tætlur DDRÚV. Þær hafa enga merkingu. Eru mark-lausar og því hvergi hægt að leggja inn, án þess að vera sakaður um þjófnað

Aðild Króatíu að Evrópusambandinu samkvæmt boðskap ESB og DDRÚV er hinsvegar marktæk markleysa. Sovétríki ESB hafa greinilega engin landamæri, frekar en landamæri frumútgáfunnar höfðu. Draslið DDRÚV flýtur því enn

Upplausn Evrópusambandsins heldur áfram og ekkert lýðræðislegt afl getur lengur stöðvað þá þróun, Tilvistargrundvöllur sambandsins hefur aldrei rúmast innan lýðræðislegs stjórnarfars. Hann getur aðeins rúmast innan einræðislegs stjórnarfars. Staða mála er því eins og hún er: klikkun

Úr klikkunardeildum sósíalistaklúbbs ESB

Breska hagkerfið er stærra en það franska. Þegar það fer úr ESB þá fjölgar fátæklingum Evrópusambandsins hlutfallslega mikið, og þeim ríku fækkar til muna. Þeir sósíalistar sem allt ESB hefur snúist um frá og með Maastricht 1992, ættu þar með að gleðjast mikið. Fátækum fjölgar og ríkum fækkar. Ný miðstýrð paradís er að verða til: Evrópuöreigasambandið!

Skríði Þýskaland ekki á fjórum fótum að Brexit-samningaborðinu, þá er úti um 7-10 prósent af heildarútflutningi Þýskalands, sem fer til Bretlands, þar á meðal milljón bílar, og landsframleiðsla Þýskalands getur dregist saman um helming þeirrar tölu ef illa fer.

Skríði allt ESB ekki einnig á öllum fjórum að samningaborði Bretlands, þá hringir Boris bara úr símanúmeri Bretlands í forseta Bandaríkjanna og er kominn með fríverslunarsamning við ekki bara öll Bandaríki Norður-Ameríku fjórum klukkustundum síðar, heldur og einnig við allt NAFTA í næstu viku (tímalengdin fyrir Ísland yrði þó sennilega tvöfalt lengri). Evrópa hefur hins vegar ekkert símanúmer til að hringja í neinn úr

Viðbrögð sumra landa í Mið-Evrópu, og þar með talið er Tékkland og Ungverjaland, minna mig á öfugt vor í Prag. Innrás Sovétklíkunnar i Prag átti að sýna öðrum ríkjum undir hæl Kremlarveldisins hvað gerist þegar lönd ætla að yfirgefa Kommúnistaguðspjallið. Nú á að reyna að beita sömu aðferðum við Bretland - og það af fórnarlömbunum sjálfum! (Stokkhólms heilkennið?). Hreint ótrúlegt

Fyrri færsla

Þýska bankakerfið í miklum vandræðum

 


Bloggfærslur 3. október 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband