Leita í fréttum mbl.is

Neyðarfundur boðaður kl. 18 vegna geislavirks lýðræðisleka

ESB hefur það hlutverk á höndum að grafa lýðræði í sambandinu svo djúpt og kyrfilega niður í jörðina, að elítum sambandsins stafi ekki hætta frá því. En nú hefur hið hroðalega gerst einu sinni enn. ESB-land segir nei. Belgía vill ekki fríverslun við Kanada. Belgía vill ekki gera eins og til er ætlast. Hún segir nei. Og henni var lofað að segði hún nei, þá myndi það þýða nei og ESB-lestin stoppa. Því var lofað þegar Belgía og öll önnur lönd sambandsins gengu í það. Að nei þýddi nei

Hvað gerir ESB-Kreml þá. Jú boðar til neyðarfundar klukkan átján! Ha ha ha ha ha. Byssukjaftaverk sambandsins mæla sér mót við geislavirka rest af lýðræði. Skothríðin verður látin dynja á litlu Belgíu þar til hún gefst upp. Hótanir og aftur hótanir verða notaðar

Af hverju má Belgía ekki gera sína samninga eins og hún vill. Eða láta vera að gera þá samninga sem hún vill ekki? Jú vegna þess að hún er orðin niðursett hersetin Prag í víti Evrópusambandsins. En hér heima segja íslenskir ESBhólistar að þetta sé svona vegna þess hve fullveldi Belgíu hafi aukist svo hroðalega við að ganga með handjárn og hækjur Evrópusambandsins um heilabúgarða Fábjániztan

Þegar Danir sögðu nei við Maastricht þá átti það að stoppa. En það stoppaði ekki. Heimtað var bara að kosið yrði aftur. Hið sama gerðist á Írlandi. ESB lestin átti líka að stoppa ef að þjóðþing landanna toguðu í "neyðarhemilinn", sem fékk hið súrrealistíska og fjálglega nafn: nærhedsprincipp. Í þá bremsu hafa þjóðþingin í sambandinu togað að minnsta kosti 120 sinnum, en ekkert gerist. Ekkert. Lestin rúllar bara áfram með löndin til sovétríkjanna. Sambandið er orðið algerlega notbremsenresistent eins og Hitler. Af hverju ekki bara kveikja í helvítis þinghúsbyggingunum strax!

Næsta skref verður að hóta lofa Belgíu aðeins hreinni stalínisma ef hún drepur lýðræðið svo dautt að það leki aldrei út aftur

Krækja: „ESB getur ekki gert samninga“

Fyrri færsla

Brotið tekjublað í sögu Viðreisnar komið út á leiðaraformi


Bloggfærslur 22. október 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband