Leita í fréttum mbl.is

Hvaða vextir eru of hátt uppi á Íslandi Ásmundur?

Eru það innlánsvextir sem eru of háir? Nei, varla

Raunvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hér eru lægri en á Írlandi. Og útlánavextir lána með engu veði hér á landi, eru mun lægri en á Írlandi, þar sem raunvextir á þannig lánum eru 10-14 prósent á ári í jafnvel neikvæðri verðbólgu. Sömu sögu er að segja um lán án veðs í Danmörku. Og þar eru svo gott sem engir vextir á innlánum. Rekstrarlán til fyrirtækja þar í landi eru einnig á 8-16 prósent vöxtum í svo gott sem neikvæðri verðbólgu

Það er ekki hægt að bera raunvexti á húsnæðislánum hér á landi saman við hvaða land sem er. Til dæmis alls ekki við Danmörku, sem er með mölbrotið húsnæðislánakerfi á síðasta snúningi og sem mun leiða til þjóðargjaldþrots neiti markaðurinn að taka lengur þátt í þeim sirkus. Þriggja til fjögurra prósentustiga hækkun myndi gera út af við landið

Það voru kjarasamningar Ríkisins við lækna sem slitu akkerisfestar verðbólguvæntinga. Þá þegar hefði Seðlabankinn átt að hækka stýrivexti umsvifalaust til að komast mætti hjá þeirri verðbólguvæntingaskriðu sem leiddi til launahækkana á almennum markaði, sem ultu hér sem tærðar beinagrindur úr úr skápunum, án þess að nokkur áþreifanleg og raunveruleg innistæða væri fyrir þeim, önnur en huggulegheit

En þar sem seðlabankastjórnin ekur um í hjólastól íklædd magabelti, axlaböndum og haftaspelkum, þá hefur allt heilabú hennar pressast sem kósýgas út í gegnum ózonholu 13 manna stíflaðs nefs. Hvaða vextir hannaðir af nefnd eru of hátt uppi fyrir svoleiðis huggulegheit? Engir

Seðlabankastjórn er ekki vísindi. Hún er handverk sem byggir á þefnæmni skilvirks nefs. Nóg er að hafa bara einn mann með virkt nef til þess. Einn mann sem mætir á réttum tíma til þefja

Svo er gott að muna eftirfarandi: því lægri vextir, því hærra húsnæðisverð. Ekkert fæst hér ókeypis

Fyrri færsla

Vaxtasprotar lögregluríkis ESB og EES


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband