Leita í fréttum mbl.is

Spurt er: Hvert er Rússland að fara?

Spurt er hér: Hvert eru Rússar að fara?

Svar: mér sýnist nú flest sem er að gerast í Rússlandi, sem og umhverfis það, gangi út á að sýna veröldinni að Rússland sé einmitt ekki að fara neitt. Verði ekki haggað. Rússland er ekkert að fara

Reynsla Rússlands af Evrópu er strembin

1) Innrás Napóleons inn í Rússland

2) Innflutningur Hegelsks marxisma í hertri útgáfu Marx frá Þýskalandi inn í Rússland sem leiddi til byltingar og stofnunar Sovétríkjanna og herför þeirrar elítu og glæpagengis gegn rússnesku þjóðinni, sem mátti þjást óendanlega í 70 ár undir þessari eitruðu innflutningsvöru frá Þýskalandi. Þessi þjóð henti svo af sér þessum innflutta kommúnisma á friðsamlegan máta

3) Innrás Imperial Þýskalands inn í Rússland undir leiðtogi hins þjóðkjörna Adolfs Hitler, sem bakkaði Þýskalandi brott af leið þess inn í þjóð-ríki (Weimar) og aftur út í heims-veldið (Imperial)

4) Útþensla valdaöxuls Lotharinga undir fölskum fánum Evrópusambandsins að landamærum Rússlands

Hvað eiga Rússar að hugsa?

Ef ég væri almennur Rússi þá myndi ég óttast Evrópusambandið alveg hroðalega mikið og reyndar alla pólitíska heimspeki frá meginlandi Evrópu og sérstaklega hinn rentu-sækna og orderly* kapítalisma elíta þess á hinn díalektíska máta, sem gerði rabb-fundarhöld og stjórnsýslu utan um þjóðarmorð og morðframleiðslu á stóriðnaðarskala mögulega. Og svo Guðleysi þeirra afla sem fest hafa nú djúpar rætur um allt ESB - sjálf Stjarnan úr skilti Sovétríkjanna!

*Almenningur verður gólfmottur elíta. Ekta og góður kapítalismi er alltaf dis-orderly (subbulegur, eins og alvöru lýðræði)

Frakkinn Maurice Thorez á sovésku frímerkiMyndi óttast stofnanakerfi ESB, sem byggt er upp samkvæmt sovéski fyrirmynd (hugmyndagloría X-énarque-elítu-setuliðs Frakklands úr Ecole Nationale d’Administration) sem Frakkinn Maurice Thorez kom heim með í ferðatöskunni frá Moskvu Stalíns. Birtist hann að verðlaunum sem andlit á sovésku frímerki og rann því með sovéska stjórnsýsluna beint inn í ríkisstjórn Frakklands - og inn í ESB!

Myndi óttast stjórnarskrá Evrópusambandsins sem er sterkt sovésk og sem er uppskrift að einræði (a totalitarian concept)

Óttast æðsta dómstól Evrópusambandsins, European Court of Justice, sem byggir á laga-heimspeki sem líkist fæðingarvottorði hæstaréttar Sovétríkjanna. Hin lagalega uppskrift að einræði

Óttast myntbandalag ESB sem er skilvirkara en bein herseta og sem stofnað var til á forsendum Þýskalands með aðstoð X-énarque-elítu-setuliðs Frakklands

Óttaðist alltaf fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var Trotskíisti eins og hinn fráfarandi ECB-seðlabankastjóri Triceht frá Lyon

Og einnig hinn núverandi forseta framkvæmdastjórnar þess, sem er yfirlýstur lygari

Þing Evrópusambandsins, sem er sovésk hugmynd að uppruna

ESB-elítu Íslands sem flestir voru og eru enn harðlífis kommúnistar og dá því ESB framar öllu. ESB er nýtt kaffi-export út í tóma komma bolla þeirra

Og í leiðinni - fyrst við erum að þessu - íslenskan seðlabankastjóra sem byltingarsinnaðan Maóista sem getur ekkert nema að höft og peningaleg stegla ríki

Sem almennur Rússi væri ég því allverulega óánægður með þróunina á meginlandi Evrópu - einu sinni enn

Og hver myndi svo sem lá honum það. Hann mun því bakka fast upp um ríkisstjórn sína, því til dæmis bara vopnapantanir vegna Úkraínudeilunnar eru að reisa við hergagnaiðnað Þýskalands - einu sinni enn - og er það bara byrjunin, því Úkraína er stærra landsvæði en allt Þýskaland

Marga marga skriðdreka þarf því þýski iðnaðurinn að framleiða handa Úkraínudeilunni í skjóli Evrópusambandsins. Og áttahundraðþúsund nýir þrælar eru á leið inn á þýsku verksmiðjugólfin, fyrir bara hálfa til fjórar evrur á tímann!

Hvað hefði frú Margaret Thatcher sagt við þessu í dag?

Úr þessa manns er því byrjað að svitna. Einu sinni enn!

Fyrri færsla

Er Þýskaland þá hlutafélag?


Bloggfærslur 21. ágúst 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband