Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptaþvinganir á Rússland eru glórulaus mistök

Charles de Gaulle forseti hins þriðja Frakklands af þeim fimm til sex, neitaði Bretum um inngöngu í Evrópusambandið, því hann sagði að Bretland passaði ekki þar inn. Passaði ekki þar inn, sagði hann, því Evrópusambandið ætti að ná frá eystri-ströndum Atlantshafs og austur að Úralfjöllum. Að Bretland ætti ekki heima á því meginlandi Evrópusambandsins. Þetta var og er alveg rétt hjá honum, enn þann dag í dag: Ó-hagganlegar stærðir

Það er stutt síðan að þjóðkjörnir þingmenn og ráðherrar ESB-landa flykktust á ESB-bótum úr á götur í Kænugarði til að steyta hnefana framan í það sem þeir vissu ekki hvað var. Í siðuðum löndum mæta þjóðkjörnir stjórnmálamenn ekki með hnefana á lofti út á torg og stræti annarra landa, og alls ekki í fylgd skríls. Þessir menn voru frá löndum sem hafa stjórnmálasamband við Úkraínu í gegnum sendiráð og utanríkisþjónustu. Hvað héldu þeir að þeir væru að gera þarna? Vinna landi sínu gagn? Nei það voru þeir ekki að gera

Hvað hefðu íslensk stjórnvöld hugsað ef að erlendir þingmenn og jafnvel utanríkisráðherrar annarra landa hefðu staðið með skríl í rassvasanum á Austurvelli og steytt hnefana framan í Alþingi Íslendinga?

Að láta ESB-fífl fara þannig með sig að einn þjóðkjörinn maður í Rússlandi sé gerður að hálfgerðum glæpamanni í augum veraldar, er sjúkt. Gersamlega sjúkt

Að láta ESB-fífl fara þannig með sig, útaf þessum eina manni, að troða eigi nú ísmolunum aftur í kaldastríðsvélina, er algerlega óviðunandi. Þetta allt, eins og Kissinger segir, er "ekki stefna heldur sjúkdómseinkenni stefnuleysis". Menn verða að gjöra svo vel að gera miklu miklu betur enn þetta

Og á svo að láta Siggu Jóns og Gumma kokk fara í viðskiptastríð við rússneska fólkið út af fíflum Evrópusambandsins? Nei takk segi ég

Fyrri færsla

Kína fellir kommúnistagengið

 


Bloggfærslur 12. ágúst 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband