Leita í fréttum mbl.is

Er Evrópusambandið rottueitur?

Vegna: Nóbelsverðlaunahafi líkir aðhaldspólitík við rottueitur (góður vefur Styrmis Gunnarsonar)

Hvað segir þetta okkur? Jú, þegar heilar eins og Hugo Dixon og Amartya Sen taka svona til lýsingarorðanna, þá sýnir það okkur, venjulegu fólki, að á ferðinni er viðfangslegt fyrirbæri sem greinda menn skortir orð og hugsanir til að lýsa og hvað þá til að takast á og glíma við

Reynt er að taka á hinu slímuga marglyttulega málefni er nefnist Evrópusambandið, með því að líkja því saman (e. analogy) við eitthvað sem menn þekja og vita hvað er: til dæmis rottueitur. Sem passar og ágætlega, en samt ekki svo vel að það gagnist

Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er þannig úr garði gert að það er ekki hægt að líkja því saman við neitt þekkt fyrirbæri. Það er ekki hægt að hætta að taka það rottueitur, því mörg löndin sem eru á því eru orðin rottueitrið sjálft

Ekkert mál er eins illa til þess fallið að stjórnmálamenn og kjósendur geti, alveg sama hvað þeir reyna, tekið á því og myndað sér sanna skoðun á því, nema með því að verða samtímis eitrið sjálft. Þeir þurfa að búa í eitrinu í 30-40 ár til að skilja það og hafa augun opin allan tímann, sem er afar erfitt sem verandi fárveikur

Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að "taka stökk" eða bara gera "eitthvað í sínum málum". Það er best hægt að líkja því við að panta sér 10 ára tíma hjá tannlækni, sem svo dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 árum. Hægt, en bítandi eru tennurnar dregnar út þér. Þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu enga deyfingu þar sem svíður mest. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur ef þú sérð eftir þeim seinna

Þegar þú svo ert orðinn tannlaus, þá magnast öll vandamál þjóðarinnar vegna þess að sjálfstæðar litlar þjóðir þola ekki að missa flugbeittar tennur frelsis, sjálfsákvörðunarréttar og fullveldis. ESB mun aldrei geta skaffað þér gömlu tennurnar aftur eða komið í stað þeirra gömlu sem bitu svo vel. Það verður alltaf hálft bit

En þá munt þú bara biðja Brussel um mjúka fæðu og sleikja þann grautarvelling sem þaðan mun út leka til smábarnanna í norðri, sem héldu eitt slæmt andartak að ESB væri lausn vandamála þeirra. Þá verða börnin þakklát og kyssa sleifina - tannlaust

Já. Takir þú rottueitur í langan tíma þá detta tennurnar sjálfkarfa úr þér. Svo að því leyti má taka undir samlíkinguna - með mikilli ánægju

Að losna við þetta rottueitur er ekki hægt. Sjúklingurinn verður einfaldlega að deyja og það mun hann gera. Engin lausn er til. Eitrunin er varanleg og afleiðingarnar fyrir veröldina verða algerlega skelfilegar

Myndband, Bernard Connolly:

Flash: En hvað nú ef þeir eru ekki geðbilaðir? - (non Flash)

Fyrri færsla

Lars Christensen í þrælkunarbúðir?


Bloggfærslur 29. júlí 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband