Leita í fréttum mbl.is

Fastgengi: afneitun veruleikans

Heilaskurðaðgerð eina lausnin?

Það dettur mér helst í hug er Jón Baldvin Hannibalsson slær því fram að "fastgengisstefna sé eina lausnin" og svo náttúrlega einnig þeim framslætti hans, eins og venjulega, að "krónan sé ónýt"

Þetta tvennt er það eina sem eftir stendur af 40-50 ára áróðri eins einstaks sósíaldemókrata og þess konar stjórnmálaflokka á baki hans, fyrir sjálfu Evrópusambandinu og myntbandalagi þess

Og alltaf er það eina eina lausnin sem kynnt er enn til sögunnar. Nú er það "fast gengi" sem á að tryggja sósíalista-krötum framhaldslíf á Íslandi

Evran var nefnilega frá byrjun ekki það sem hún var sögð vera, segir Jón Baldvin. Og þar með varð Samfylkingin heldur ekki það sem hún var sögð vera. Jafnvel kjósendur hafa fattað það. Ekkert nýtt er hér

Hvað fleira segir Jón Baldvin, að sé ekki eins og það var sagt vera? Jú, allt Evrópusambandið! Það er ekki það sem sambandið var sagt vera. Ja hérna. En jafnvel þar er ei heldur neitt nýtt. Kjósendur hafa ávallt fattað það

Sprunginn sandur

Það eina sem enn er eins og það var rækilega sagt vera, er sem sagt krónan okkar. Og hvenær fáum við svo, minn kæri Jón, að vita það að krónan okkar sé ekki eins og hún, af þér og flokkum þínum, er sögð vera? Því ekki þarf annað til, minn kæri Jón, svo að allt verði í stakasta lagi og blessað til að vera. Bara eina setningu Jón - og allt verður þá aftur ekki eins og það var sagt vera. Að vera eða ekki vera, það er spurningin Jón

Sprengisandur er ei heldur það sem hann er sagður vera. Hann var ekki sandur áður en hann sprakk. Það gat hann ekki. En hvað var hann þá? Áður en hann var sagður og skrifaður sprengisandur

En hvað ert þú? Og hverju getum við treyst frá og með svo sem nú? Jú fastgenginu, auðvitað. Hinu fasta gengi: teiknimyndaseríum seðlabanka!

En samt tek ég nú hattinn ofan fyrir þér

Evrópa er hér með fallin

Fyrri færsla

Hvaða bandamenn?


mbl.is Fastgengisstefna eina lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband