Leita í fréttum mbl.is

Smjörþefurinn af bönkum í eigu útlendinga

Nú hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila. Er þetta ekki svakalega frábært? Yndislega æðislegt? Sjálfur arðurinn af náttúruauðlindinni þér í þjóðinni í eigu útlendinga. Hver skyldi lærdómurinn verða? Kannski ný ESB-umsókn Steingríms J. Sigfússonar og co-sósíalista hans?

Allt bankakerfi Lettlands er í eigu Svía. Þar hefur frá 2008 átt sér stað versta hrun landsframleiðslu nokkurs lands í mannkynssögu síðari tíma, sé litið burt frá Grikklandi sem er brunnin rúst evruvillimanna. Í Lettlandi halda sænskir bankar ríkisstjórninni í gíslingu sem svo heldur heilli þjóð í viðvarandi ömurlegasta gereyðingarástandi og sem flýr landið í svo massífum mæli að annar eins hefur varla sést. Verndari kúgara Lettlands er stórpólitískt Evrópusambandið og seðlabanki þess. Ný mynt Lettlands er auðvitað kolakynt þýsk stálfátæktar evra. Upptökuskilyrðin voru mjög einföld; dauðinn

Annað dæmi:

Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til að bindast við og taka síðar upp Kanadadal

Ein afleiðing þess að bankakerfi Nýfundnalands komst alfarið á erlendar hendur, og gengið hvarf með gengisbindingu Nýfundnalandsdals við Kanadadal, varð sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar við Íslendinga, því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn á samkeppnishæfu verði samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því að þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og þar með markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa nú orðið fyrir — að deyja lokuð inni innan eigin landamæra við umsátur þeirra sem ráða orðið alfarið peningamálum þessara landa

Undir myntum annarra ríkja á Íslandi yrði erfitt að starfrækja alvörubankakerfi sem þjónað gæti íslenska hagkerfinu eins og er frómasta hlutverk alvörubankakerfa. Nýfundnaland missti bæði fullveldi og sjálfstæði sitt sem ríki árið 1949 vegna skulda. Í aðdraganda ferlis, sem hófst með þátttöku Nýfundnalands í heimsstyrjöldinni fyrri og í kjölfar mikillar skuldsetningar landsins vegna hennar, lenti Nýfundnaland í svipuðu skuldafangelsi og Grikkland og fleiri myntbandalagslönd Evrópusambandsins eru nú komin í. Þá var óhugsandi að þjóð í heimsveldi bresku krúnunnar yrði leyft að fara í nauðsynlegt ríkisgjaldþrot. Þvinguð björgunaraðgerð, sem bjarga átti mannorði breska heimsveldisins, kostaði hins vegar Nýfundnaland tilveru sína. Það hætti að vera til sem ríki

Sjá: Áhlaupið á íslensku krónuna

Lettland:

Coppola: How do you say “dead cat” in Latvian?

Krugman: Latvia: The Thrill Is Gone

Fyrri færsla

Erlent vinnuafl snýr heim frá Noregi


Bloggfærslur 9. júní 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband