Leita í fréttum mbl.is

Barnaveikin og bólusetningar og þjóðnýting

Þegar ég las fréttina hér að neðan um viðbrögð foreldra þessa barns sem tekið hefur barnaveiki, sem vegna fyrirbyggjandi bólusetninga hefur verið óþekkt í 30 ár, þá datt mér í hug þvælan hér á landi um svo kallaða “þjóðareign”

Þegar sjávarútvegurinn smitast af barnaveiki þeirra sem svífast einskis í falsáróðri sínum um “arð af auðlindinni” - þá munu þeir eins og foreldrar þessa barns gera sér ljóst hvað þeir eru að missa, er sjávarútvegurinn skaffar þeim og landinu okkar ekki lengur það og þá velmegun sem hann arðbær hefur gert og slegið heimsmet í þeim efnum handa þjóðinni

Þá munu þessir þjóðareignar-afglapar kenna hvor öðrum um og sjóða af bræði. En aldrei munu þeir sjálfir axla neina ábyrgð. Það gera sósíalistar yfirleitt ekki

Þá mun krafan um að þvæla þeirra (tapið) verði sömuleiðis sett í þjóðareign verða öskruð fram af hinum sömu sósíalistum, sem því miður eru krónískt veikir af hinum banvæna sjúkdómi; sozialismus

Krækja

Fyrsta barna­veikitil­fellið í tæp 30 ár

Fyrri færsla

Spurningatími um sósíalisma og ESB


mbl.is Svikin af andmælendum bólusetninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband