Leita í fréttum mbl.is

Telur að Ísland hafi aldrei verið umsóknarríki

Guðmundur Steingrímsson hefur talað (sjá krækju á frétt Mbl. neðst)

Tilvitnun:

  • Ég lít svo á
  • og mér finnst
  • Kannski
  • til dæmis
  • myndi þá gera ráð fyr­ir
  • Það get­ur vel verið
  • bara Alþingi eða þjóðin
  • Ég held
  • en ég held

Tilvitnun lýkur.

En hér fyrir neðan og til tilbreytingar er viss staðreynd

Formáli

Forysta stjórnmálaflokksins Vinstri hreyfingin grænt framboð, gerðist eftir stórkostlegan kosningasigur flokksins í Alþingskosningunum í apríl 2009 umboðsmaður annarra en þeirra fjölda Íslendinga er veitt höfðu flokknum umboð sitt og brautargegni inn í ríkisstjórn lýðveldisins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands leiddu flokkinn til sigurs í ofangreindum Alþingiskosningum þannig að úr varð stórsigur fyrir þann flokk

Í stjórnarmyndunarviðræðum er umboði kjósenda flokksins hins vegar að miklu leyti varpað fyrir róða í þessu örlagaríka máli og eins konar opinber skömm verður til og er látin ráða för við stjórnarmyndun og síðan málafærslu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG um þetta mál

Þingmenn flokksins neyðast því næst til að gera sérstaklega grein fyrir umboðslausu já-atkvæði sínu er umsókninni inn í Evrópusambandið er við atkvæðagreiðslu þjösnað gegn umboði og sannfæringu þeirra í gegnum æðstu stofnun Lýðveldisins

Án þessara svika við kjósendur hefði umsóknin aldrei getað orðið til og hvað þá send af stað. Miklum meirihluta kjósenda var troðið á og máttur atkvæðis þeirra að engu gerður

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekki umboð frá okkur Íslendingum og fyrir hönd Íslands til að senda umsókn þessa inn til Evrópusambandsins. Umsóknin er því opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta varð að afmá með því að draga umsóknina til baka og fella hana alveg niður

Þjóðarvilji bar ekki umsóknina til Brussels. Í umsókninni hvíldi því ekki vilji íslenskrar þjóðar. Umsóknin var án umboðs. Ísland var aldrei umsóknarríki

Eftirmáli

a) Meirihluti alþingis —ríkisstjónarflokkar Íslands sem er ríkisstjórnin (e. the Icelandic Republic Government)— hefur nú dregið umsóknina til baka. Það ber að þakka. Málið er dautt

b) Ei er hægt að halda ofangreindu og nú afturkölluðu umsóknarferli áfram með einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu um ofangreind umboðs- og kosningasvik. Í því myndi felast að bæta gráu ofan á svart. Hin opinbera skömm, sem umsóknin var, myndi við þann gjörning einungis verða stærri

Íslandi, mánudagur, 1. júní 2015

- Gunnar Rögnvaldsson

 

Fyrri færsla

Spurningatíminn: Helferð ESB gegn þjóðríkjum Evrópu


mbl.is Telur Ísland enn umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband