Leita í fréttum mbl.is

Sífellt kaldara veðurfar síðustu þrjá áratugi

Vísindi og veðurfar 

Time Magazine logo

Síðustu þrjá áratugi hefur þróun veðurfarsins í gufuhvolfi Jarðar verið þannig —já, veðrið er víst staðsett þar, en ekki í hausnum á fólki— að vísindamenn velta fyrir sér hvort að ný ísöld sé í smíðum hér á Jörðinni. Flökt veðurfarsins hefur verið þannig

Þykknun hafíss við Ísland er staðreynd sem enginn vísindamaður getur litið framhjá. Vísbendingar um þessa skuggalegu þróun má sjá víða, til dæmis á flótta dýrategunda suður á bóginn

"The trend shows no indication of reversing. Climatological Cassandras are becoming increasingly apprehensive, for the weather aberrations they are studying may be the harbinger of another ice age [..] Telltale signs are everywhere—from the unexpected persistence and thickness of pack ice in the waters around Iceland to the southward migration of a warmth-loving creature like the armadillo from the Midwest. Since the 1940s the mean global temperature has dropped about 2.7° F"

Hitastig hefur fallið um 1,5 gráðu frá 1940. Þess ber þó að geta að sú mæling er ei nákvæm, en þróunin er studd af fjölda annarra sannfærandi gagna

Hrikalegir þurrkar í Afríku í samfellt sex ár og hungursneyðar sem afleiðingar, tala sínu máli. Stórfelldar metrigningar í hlutum Bandaríkjanna, Pakistan og Japan 1972 ullu þar verstu flóðum öldum saman. Í hveitibelti Kanada hafa köld og úrkomusöm vor valdið afar lélegri uppskeru. Hið venjulega vætusama Bretland hefur hins vegar mátt þola óvenjulega þurrkakafla síðustu vorin. Og röð óvenjulega kaldra vetra hefur verið í austustu hlutum Bandaríkjanna

Jörð í Afríku?

Þá vitum við það. Ný ísöld er að koma. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við þessu? Umhverfið er greinilega að umhverfast. Vonandi umhverfist fólk ekki með því. Verða það kannski fjölmiðlar einir sem grípa hér í taumana?

Fréttin er nýleg í veðursögunni og vísindi eru jú vísindi. Menn verða að muna það

Krækja: Frétt tímaritsins Time

Fyrri færsla

Þrælabúð ASÍ


Bloggfærslur 28. maí 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband