Leita í fréttum mbl.is

Já, við erum "heppin" að búa á Íslandi. En heppni er ekki stefna

Heppni er fín

En það er ekki hægt að byggja þjóðaröryggi á heppni. Skortur á landamæraeftirliti hefur alvarlegar afleiðingar. Alltaf. Landamæri eru sett til að mynda varnarlínur. Lagalegar og tilvistarlegar. Og varnarlínur eru settar til að verjast með þeim. Lagalega og tilvistarlega. Með kjafti og klóm. Sé það ekki gert er voðinn vís. Aðeins tíminn skilur á milli heppni og hamfara

Íslendingar eiga að stofna varnarlið. Þetta gengur ekki lengur. Okkur vantar fyrir það fyrsta okkar eigið varnarlið í lofti. Til að skjóta vont niður með. Til eftirlits í lofti. Til varna. Við höfum nú þegar of stórt, rándýrt og gagnslaust akademískt varnarlið. Svo ég er ekki að tala um það. Ég er að tala um alvöru varnarlið

Og svo þarf að ýta á EJECT-hnappinn og henda EES út. Út með það. Út með EES áður en það veldur meiri skaða

Svo þarf að herða samböndin vestur. Herða þau og hlúa að þeim

Konan sem eyðilagði Evrópu, eins og ávallt áður, er best geymd sem tröllkona alls þess þar. Ykkur grunar ekki hversu mikill hryllingur Evrópa á eftir að verða. Stigmagnandi trylltur hryllingur

Skyldu óvitlausir hættir að hlægja og farnir að hlusta?

Að hlægja er fínt. En tilefnið til gleðjandi og endurnærandi hláturs þarf að vera ekta. Ekki falskt. Ekki þvaður og ekki blaður. Ein skilvirkasta ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna var ríkisstjórn George W. Bush. Það er mörgum, sem ættu þó að vita það, ekki ljóst enn - og verður aldrei, því að langlífi Stalíns, sérstaklega heima hér, er slíkt að evrudeildar miðilsfundir með steyttum hnefum standa yfir enn

 

George W. Bush Bandaríkjaforseti, 2007

(bein krækja)

Fyrri færsla

"Hefndaraðgerð" RÚV í París


Bloggfærslur 16. nóvember 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband