Leita í fréttum mbl.is

"Made in Germany" stendur fyrir svik, prettir og hneyksli

Hvað er eiginlega að í Þýskalandi, er spurt í nágrenni þess. Allir þessir svika og pretta skandalar í Þýskalandi hafa ömurleg áhrif, skrifar Die Presse í Austurríki

Deutsche Bank, hið fjármálalega flaggskip Þýskalands, hefur tekið þátt í nær öllum þeim svindl- og pretta númerum jarðkringlunnar sem á annað borð hefur komist upp um. Stjórnarformaður póstsins, Deutsche Post, er sendur í fangelsi fyrir að hafa falið miljarða í leyndum hirslum í Liechtenstein til að komast hjá sköttun. Og nú er bílaframleiðandinn Volkswagen kominn út úr skápnum sem svindlnúmer. Fyrirtækið hefur svindlað á milljónum viðskiptavina og yfirvöldum í tugum landa. Hvað er eiginlega að í þýsku atvinnulífi? Er þetta hin svo kallaða "vél" sem á að knýja meginlandið áfram?

Er nema von að spurt sé svona? Þýskaland er svo rotið að innan að ólíklegt er að neitt annað land komist með tærnar þar sem það land hefur hælana í mórölskum tvískinnungi, svikum og prettum í atvinnulífi, stjórnmálum, menningu og upplognum titlum, afrekum og prófgráðum stjórnmálastéttar landins

Þinginu og stjórnmálum landsins er stjórnað af morkinni þríhyrndri utanþings elítu banka og iðanaðrafyrirtækja og esbhólista sem tekist hefur að troða öllu meginlandinu ofan í vasa sinn með aðstoð álíka rotinnar stofnunar einveldis elíta, Evrópusambandinu. Og sem tekist hefur í gegnum það að að handjárna 18 lönd við þetta utanþings fyrirbæri í gegnum einn tómann, gatslitinn, ónýtan og illa þefjandi iðnaðarþýskan og pólitískan skítapening er nefnist evra

Og hér heima pissa Þýskalands fetishistar ennþá af hrifningu í blautar buxurnar. Þetta er stórmerkilegur sjúkdómur og verðugt rannsóknarefni. Hvað skyldi liggja á bak við hann?

Fyrri færsla

Grafið undan landbúnaðarkastalanum Íslandi

Tengt

Þýskaland felur skuldbindingar ríkissjóðs í skattaskjólum

Bandaríkin enn að njósna? Skidegodt!


Bloggfærslur 5. október 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband