Leita í fréttum mbl.is

Moody's: Súper-öldrun Evrópu

Í skýrslu frá lánshæfnismatsfyrirtækinu Moody’s sem dagsett er þann 6. ágúst 2014 segir:

Í dag —árið 2014— er hægt að flokka þrjú hagkerfi sem verandi súper-öldruð (e. super-aged)

  • Þýskaland
  • Ítalía
  • Japan

Ég man að danski Jyllands-Posten birti sérstakan öldrunar-viðauka í blaði sínu vegna þingkosninganna í Þýskalandi árið 2009, en þá var helmingur þýskra kjósenda orðinn 60 ára og eldri. Mynd af gömlum þrautreyndum heldri þykkum manni í sjómanni við horaðan ungling, prýddi eina síðu viðaukans. Hinn ungi tapaði auðvitað. Gömul dönsk kona, sérstök og kær vinkona okkar, sem lengi hafði búið og starfað í Þýskalandi, gaukaði þessu eintaki JP sérstaklega að mér, vel vitandi um efasemdir mínar um tilvist ESB og hvernig þessi mál hafa staðið í Þýskalandi allar götur frá 1972

Konur vilja ekki fæða börn inn í svona þjóðfélög. Nútíminn kom til dæmis aldrei til japanskra kvenna. Þær fóru því í ævilangt verkfall. Að læsast í gildru lágrar frjósemi (e. The Low Fertility Trap) er ekkert grín, því lönd sem lenda þar, ná sér aldrei upp úr þeirri gildru aftur. Þannig spilar sá samfélagslegi spírall stjórnarfarslegs svarta dauða 

Síðan þetta var, hefur óða-öldrunin í hagkerfi Þýskalands versnað svo hratt að stærsti aldurshópurinn í þingkosningunum árið 2013, voru þeir sem orðnir voru 70 ára og eldri, eða heil 20,1 prósent af öllum kjósendum. Þýskaland er orðið krónískt gelt. Og það mun aldrei lagast aftur

Enginn hagvöxtur hefur verið í súper-öldrunarhagkerfi Ítalíu samfellt hin síðustu 13 árin. Eftir samfelldan 13 ára barning, stendur Ítalía steinrunnin í sömu sporum og hún var árið 2000. Zap, zero, summan af 13 árum er ekkert; núll

Moody's heldur áfram; Á næsta ári, þ.e. 2015, munu eftirfarandi hagkerfi í Evrópu bætast í hóp þeirra súper-öldruðu:

  • Finnland
  • Grikkland

Á árinu 2020, eða eftir rúmlega fimm ár, munu svo eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa Evrópu: 

  • Svíþjóð
  • Frakkland
  • Holland
  • Portúgal
  • Slóvenía
  • Malta
  • Króatía
  • Búlgaría

Fimm árum síðar, eða á árinu 2025, munu eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa í Evrópu, ofan í þau sem þá verða þegar því sem næst dauð

  • Austurríki
  • Belgía
  • Tékkland
  • Danmörk
  • Eistland
  • Ungverjaland
  • Pólland
  • Spánn
  • Sviss
  • Bretland

Svartnættið sem blasir við frá Evrópusambandinu er svo kolsvart að ekkert ljós mun ná að flýja þær þjóðfélagslegu hörmungar sem bíður þessarar deyjandi samkundu sem kalla má mannlegt svarthol Evrópusambandsins. Skattabyrðin verður skelfileg. Húsnæðisverð mun samkvæmt vinnupappír BIS falla allt að 90 prósent á næstu áratugum

Þeir sem vilja binda unga Ísland við þennan stein-sökkvandi steingelda-pramma af steypuklossum, hljóta að hafa hálm í heilastað. Hvað halda menn að kosið verði um í þingkosningum í svona ríkjum? Fjárfestingar í innviðum og atvinnulífi? barnaheimili? skólamál? eða menntun?

Nei, því get ég lofað að þau málefni munu ekki liggja hátt á málefnaskrá evrópskra stjórnmála. Þar verður rætt um ódýrustu líkkisturnar og hverjir af þeim sem ennþá hafa tekjur, eigi að standa í skilum með erlendar skuldir ríkjanna

Það fáa unga fólk með atvinnu mun verða plokkað eins og hænsn í örvæntingarfullri tilraun Þýskalands til að ná peningum inn í örent skattafjármagnað ellilífeyriskerfi landsins sem verður stærsta gjaldþrot mannkynssögunnar (Þýskaland hefur fjórum sinnum orðið þjóðargjaldþrota, en það gerðist af annars konar ástæðum)

Allt ungt fólk sem mögulega getur mun kjósa með fótunum og flýja úr kirkjugörðum Evrópusambandsins. En það getur því miður ekki flúið, nema þeir best menntuðu, restin verður bundin við massífu skatta-staurana og húsnæðislánin sem aldrei fæst neitt fyrir, þegar selja á eignir og losa sig úr gildrunni

Þeir sem sækjast eftir aðild að kirkjugörðum Evrópusambandsins hljóta annað hvort að vera treggáfaðir eða jafnvel heimskingjar

Eins og þið kannski vitið þá er ekkert sem hræðir fjárfesta meira en deyjandi eignir. Deyjandi eignir í öldrunarhagkerfum og deyjandi eignir í eilífðar-spíral verðhjöðnunar sem þannig samfélögum fylgir; þau verða eins og niðurfallið í sundlaugum. Allur massi sogast þangað niður

Hér er Evrópusambandið alveg sér á parti. Það hefur drepið hið þjóðbernska afl ríkjanna (natal-energy). Það hefur búið til manngerðan Svarta-dauða á yfir-vakt sambandsins yfir eyðileggingu þess í Evrópu. Það er ekki hægt að kjósa það burt. Það er ekki hægt að skjóta það. Það er ekki hægt að hengja það. Það er algerlega vonlaust að losna við þann elítu-klossa sem Evrópusambandið er um hálsa Evrópubúa

Vinnumarkaðurinn fyrir ungt fólk er varanlega ónýtur, þökk sé ESB, ERM, Maastricht og Schengen. Þetta mun ekki enda vel. Bara alls ekki vel, skal ég segja ykkur

Gjaldþrota komu ríkin undan Sovétríkjunum og gjaldþrota munu þau koma undan Evrópusambandinu

Það er óþolandi að Ísland skuli ennþá standa sem umsækjandi að svartholi Evrópusambandsins. Hendið embættismanna-elítu-tregðunni út um glugga ráðuneytanna, brettið svo upp ermarnar og dragið þessa kosningasviknu umsókn inn í sambandið strax til baka. Til þess voruð þið kjörnir þingmenn. Umsóknin er opinber skömm á Lýðveldinu. Þetta gengur ekki lengur. Rífið svo aðlögunina, sem fram hefur farið í leyfisleysi, af Lýðveldinu með lagabandormi

Fyrri færsla

Að búa við þátíð Bjartrar framtíðar


Bloggfærslur 15. september 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband